Enski boltinn

Walcott með þrennu í flugeldasýningu Arsenal

Walcott fagnar einu marka sinna í kvöld.
Walcott fagnar einu marka sinna í kvöld.
Arsenal komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann ævintýralegan sigur, 7-3, á Newcastle í stórskemmtilegum leik.

Rangstöðutaktík Newcastle brást illilega á 20. mínútu. Walcott komst þá einn á auðan sjó og hann afgreiddi færið sitt afar fagmannlega.

Þar með var veislan bara rétt að byrja og áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð.

Liðin skiptust á að skora. Arsenal komst yfir en Newcastle jafnaði að bragði.

Að lokum voru það heimamenn í Arsenal sem reyndust sterkari en þeir skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins.

Newcastle er í fimmtánda sæti deildarinnar. 35 mörk voru skoruð í leikjum dagsins í enska boltanum en það er met á einum leikdegi á þessari leiktíð.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×