Vill fimm og hálfs árs fangelsi yfir Lárusi Welding Stígur Helgason skrifar 10. desember 2012 11:35 Saksóknari krefst fimm og hálfs árs fangelsis yfir Lárusi Welding. Saksóknarinn í svonefndu Vafningsmáli fer fram á fimm og hálfs ár fangelsisdóm yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fimm ára dóm yfir Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Saksóknarinn, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, lauk rétt í þessu rúmlega tveggja klukkustunda langri málflutningsræðu sinni. Hólmsteinn sagði að málið snerist um gríðarlega fjármuni á hvaða mælikvarða sem væri, eða tíu milljarða. Vafalaust væri að langstærstur hluti fjárins væri tapaður. Þótt Lárus og Guðmundur hafi ekki auðgast persónulega, og ásetningur þeirra ekki staðið til þess, væri brotið stórfellt. Hann sagði málið fordæmalaust sökum fjárhæðanna sem um væri að tefla og vísaði til Exeter-máls sérstaks saksóknara, sem snerist um umboðssvik upp á um einn milljarð. Þar fengu Jón Þorsteinn Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson fjögurra og hálfs árs fangelsisdóma. Hólmsteinn sagði óumdeilt að tíu milljarða lánið sem ákært er fyrir hafi átt að vera Milestone til hagsbóta, óháð því hvaða "formflækjur" hafi verið framkvæmdar til að dylja þá staðreynd að lánið hafi átt að renna til Milestone. Lárus og Guðmundur, tveir af æðstu stjórnendum bankans, hafi verið í lykilhlutverki í þeirri fléttu."Ég vona að við séum hér staddir í sama málinu" Í kjölfarið varði Hólmsteinn nokkru púðri í að rökstyðja að Vafningur, sem átti upphaflega að taka við láninu og fékk það raunar eftir að það hafði legið inni á reikningi Milestone yfir helgi, hafi í raun verið hluti af Milestone-samstæðunni. Hólmsteinn sagði að Vafningur hefði aðeins verið skel til að fara í kringum almennar lánareglur. Skúli Magnússon, einn þriggja dómara í málinu, greip fram í fyrir sækjandanum í miðjum þessum rökstuðningi og spurði hvaða máli þetta skipti fyrst ekki væri ákært fyrir lánveitingu til Vafnings. Hann spurði jafnframt hvernig stæði yfirleitt á því að ekki væri ákært fyrir lánið til Vafnings, úr því að sækjandinn væri farinn að flytja slíkt mál. "Ég vona að við séum hér staddir í sama málinu og ég sé ekki með vitlausa ákæru," sagði Skúli. Hólmsteinn svaraði því til að hann teldi þetta atriði hafa þýðingu í málinu og var fljótlega leyft að halda áfram með ræðu sína.Ótrúverðugur framburður ákærðu Hólmsteinn sagði óumdeilt að Lárus og Guðmundur hefðu undirritað þau skjöl sem þurfti til að heimila lánveitingu til Milestone og að sá framburður væri ótrúverðugur að undirmenn þeirra hefðu falsað skjöl án þeirrar vitundar. Enn fremur sagði hann mjög ótrúverðugt að ákærðu hefðu ekki vitað að lánið hefði runnið til Milestone í stað Vafnings fyrr en við skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara tveimur árum síðar. Því til stuðnings benti Hólmsteinn á tölvupóst sem Guðmundi barst síðdegis föstudaginn 8. febrúar, daginn sem lánið var veitt, sem innihéldi staðfestingu á því að Milestone hefði verið lánað, ekki Vafningi. Hólmsteinn sagði beinlínis sannað að Lárus og Guðmundur hefðu tekið þessa ákvörðun, sem hafi verið í andstöðu við lánareglur bankans og með henni hafi fjármunum bankans verið stefnt í stórfellda hættu. Því til stuðnings hefði enn sem komið væri ekkert fengist upp í lánið sem að endingu rann til Vafnings. "Er sækjandinn að halda því fram að peningamarkaðslánið til Milestone hafi ekki verið greitt upp 12. febrúar 2008?" spurði þá Skúli Magnússon. Hólmsteinn benti á móti á samhengið við lánveitinguna til Vafnings eftir helgina – sem ekki er ákært fyrir. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, flytur nú mál sitt. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Saksóknarinn í svonefndu Vafningsmáli fer fram á fimm og hálfs ár fangelsisdóm yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fimm ára dóm yfir Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Saksóknarinn, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, lauk rétt í þessu rúmlega tveggja klukkustunda langri málflutningsræðu sinni. Hólmsteinn sagði að málið snerist um gríðarlega fjármuni á hvaða mælikvarða sem væri, eða tíu milljarða. Vafalaust væri að langstærstur hluti fjárins væri tapaður. Þótt Lárus og Guðmundur hafi ekki auðgast persónulega, og ásetningur þeirra ekki staðið til þess, væri brotið stórfellt. Hann sagði málið fordæmalaust sökum fjárhæðanna sem um væri að tefla og vísaði til Exeter-máls sérstaks saksóknara, sem snerist um umboðssvik upp á um einn milljarð. Þar fengu Jón Þorsteinn Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson fjögurra og hálfs árs fangelsisdóma. Hólmsteinn sagði óumdeilt að tíu milljarða lánið sem ákært er fyrir hafi átt að vera Milestone til hagsbóta, óháð því hvaða "formflækjur" hafi verið framkvæmdar til að dylja þá staðreynd að lánið hafi átt að renna til Milestone. Lárus og Guðmundur, tveir af æðstu stjórnendum bankans, hafi verið í lykilhlutverki í þeirri fléttu."Ég vona að við séum hér staddir í sama málinu" Í kjölfarið varði Hólmsteinn nokkru púðri í að rökstyðja að Vafningur, sem átti upphaflega að taka við láninu og fékk það raunar eftir að það hafði legið inni á reikningi Milestone yfir helgi, hafi í raun verið hluti af Milestone-samstæðunni. Hólmsteinn sagði að Vafningur hefði aðeins verið skel til að fara í kringum almennar lánareglur. Skúli Magnússon, einn þriggja dómara í málinu, greip fram í fyrir sækjandanum í miðjum þessum rökstuðningi og spurði hvaða máli þetta skipti fyrst ekki væri ákært fyrir lánveitingu til Vafnings. Hann spurði jafnframt hvernig stæði yfirleitt á því að ekki væri ákært fyrir lánið til Vafnings, úr því að sækjandinn væri farinn að flytja slíkt mál. "Ég vona að við séum hér staddir í sama málinu og ég sé ekki með vitlausa ákæru," sagði Skúli. Hólmsteinn svaraði því til að hann teldi þetta atriði hafa þýðingu í málinu og var fljótlega leyft að halda áfram með ræðu sína.Ótrúverðugur framburður ákærðu Hólmsteinn sagði óumdeilt að Lárus og Guðmundur hefðu undirritað þau skjöl sem þurfti til að heimila lánveitingu til Milestone og að sá framburður væri ótrúverðugur að undirmenn þeirra hefðu falsað skjöl án þeirrar vitundar. Enn fremur sagði hann mjög ótrúverðugt að ákærðu hefðu ekki vitað að lánið hefði runnið til Milestone í stað Vafnings fyrr en við skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara tveimur árum síðar. Því til stuðnings benti Hólmsteinn á tölvupóst sem Guðmundi barst síðdegis föstudaginn 8. febrúar, daginn sem lánið var veitt, sem innihéldi staðfestingu á því að Milestone hefði verið lánað, ekki Vafningi. Hólmsteinn sagði beinlínis sannað að Lárus og Guðmundur hefðu tekið þessa ákvörðun, sem hafi verið í andstöðu við lánareglur bankans og með henni hafi fjármunum bankans verið stefnt í stórfellda hættu. Því til stuðnings hefði enn sem komið væri ekkert fengist upp í lánið sem að endingu rann til Vafnings. "Er sækjandinn að halda því fram að peningamarkaðslánið til Milestone hafi ekki verið greitt upp 12. febrúar 2008?" spurði þá Skúli Magnússon. Hólmsteinn benti á móti á samhengið við lánveitinguna til Vafnings eftir helgina – sem ekki er ákært fyrir. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, flytur nú mál sitt.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira