Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2012 20:32 Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. Hann er líka orðinn skógarbóndi og er að gróðursetja milljón trjáplöntur á jörð sinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Ívar og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, fluttu heim frá Englandi fyrr á árinu og settust að fyrir austan. Þau keyptu hús á Egilsstöðum en voru áður búin að eignast jörðina Óseyri í botni Stöðvarfjarðar þar sem þau leggja nú grunn að framtíðinni. Fljótlega eftir áramót vonast þau til að geta hafið smíði gistiheimilis á Óseyri, þau ætla að byrja á átta tveggja manna gistiherbergjum með veitingasal en gera ráð fyrir að hægt verði að fjölga upp í sextán herbergi í öðrum áfanga. Þau ætla að hella sér út í ferðaþjónustu. Sjálfur fékk Ívar smjörþefinn af ferðaþjónustu í safninu hennar ömmu, Steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, en þangað koma milli 15 og 20 þúsund ferðamenn á ári. Hann kveðst sannfærður um að tækifæri landsbyggðar liggi í erlendum ferðamönnum og segir Egilsstaði í lykilstöðu á Austurlandi. Bærinn sé hins vegar eins og sofandi risi. Þangað liggi allar leiðir og þar sé vannýttur alþjóðaflugvöllur. Hann vill pólitískar aðgerðir til að koma á millilandaflugi til Egilsstaða með lækkun lendingargjalda og skatta, og samræmdu átaki ríkis og sveitarfélaga og flugfélaga. Egilsstaðir þurfi líka að láta heiminn vita af sér og þar hafi menn söguna um Lagarfljótsorminn til að byggja á. Ívar minnir á að tugir milljóna manna um heim allan sáu myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf bóndi náði af orminum. Í sínum huga sé myndbandið af orminum og það beri að greiða Hirti verðlaunaféð fyrir að ná af honum myndum. En er Ívar á leið í framboð? Svarið má sjá í þættinum. Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31 Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. Hann er líka orðinn skógarbóndi og er að gróðursetja milljón trjáplöntur á jörð sinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Ívar og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, fluttu heim frá Englandi fyrr á árinu og settust að fyrir austan. Þau keyptu hús á Egilsstöðum en voru áður búin að eignast jörðina Óseyri í botni Stöðvarfjarðar þar sem þau leggja nú grunn að framtíðinni. Fljótlega eftir áramót vonast þau til að geta hafið smíði gistiheimilis á Óseyri, þau ætla að byrja á átta tveggja manna gistiherbergjum með veitingasal en gera ráð fyrir að hægt verði að fjölga upp í sextán herbergi í öðrum áfanga. Þau ætla að hella sér út í ferðaþjónustu. Sjálfur fékk Ívar smjörþefinn af ferðaþjónustu í safninu hennar ömmu, Steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, en þangað koma milli 15 og 20 þúsund ferðamenn á ári. Hann kveðst sannfærður um að tækifæri landsbyggðar liggi í erlendum ferðamönnum og segir Egilsstaði í lykilstöðu á Austurlandi. Bærinn sé hins vegar eins og sofandi risi. Þangað liggi allar leiðir og þar sé vannýttur alþjóðaflugvöllur. Hann vill pólitískar aðgerðir til að koma á millilandaflugi til Egilsstaða með lækkun lendingargjalda og skatta, og samræmdu átaki ríkis og sveitarfélaga og flugfélaga. Egilsstaðir þurfi líka að láta heiminn vita af sér og þar hafi menn söguna um Lagarfljótsorminn til að byggja á. Ívar minnir á að tugir milljóna manna um heim allan sáu myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf bóndi náði af orminum. Í sínum huga sé myndbandið af orminum og það beri að greiða Hirti verðlaunaféð fyrir að ná af honum myndum. En er Ívar á leið í framboð? Svarið má sjá í þættinum.
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31 Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31
Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15