Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2012 20:32 Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. Hann er líka orðinn skógarbóndi og er að gróðursetja milljón trjáplöntur á jörð sinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Ívar og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, fluttu heim frá Englandi fyrr á árinu og settust að fyrir austan. Þau keyptu hús á Egilsstöðum en voru áður búin að eignast jörðina Óseyri í botni Stöðvarfjarðar þar sem þau leggja nú grunn að framtíðinni. Fljótlega eftir áramót vonast þau til að geta hafið smíði gistiheimilis á Óseyri, þau ætla að byrja á átta tveggja manna gistiherbergjum með veitingasal en gera ráð fyrir að hægt verði að fjölga upp í sextán herbergi í öðrum áfanga. Þau ætla að hella sér út í ferðaþjónustu. Sjálfur fékk Ívar smjörþefinn af ferðaþjónustu í safninu hennar ömmu, Steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, en þangað koma milli 15 og 20 þúsund ferðamenn á ári. Hann kveðst sannfærður um að tækifæri landsbyggðar liggi í erlendum ferðamönnum og segir Egilsstaði í lykilstöðu á Austurlandi. Bærinn sé hins vegar eins og sofandi risi. Þangað liggi allar leiðir og þar sé vannýttur alþjóðaflugvöllur. Hann vill pólitískar aðgerðir til að koma á millilandaflugi til Egilsstaða með lækkun lendingargjalda og skatta, og samræmdu átaki ríkis og sveitarfélaga og flugfélaga. Egilsstaðir þurfi líka að láta heiminn vita af sér og þar hafi menn söguna um Lagarfljótsorminn til að byggja á. Ívar minnir á að tugir milljóna manna um heim allan sáu myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf bóndi náði af orminum. Í sínum huga sé myndbandið af orminum og það beri að greiða Hirti verðlaunaféð fyrir að ná af honum myndum. En er Ívar á leið í framboð? Svarið má sjá í þættinum. Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31 Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. Hann er líka orðinn skógarbóndi og er að gróðursetja milljón trjáplöntur á jörð sinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Ívar og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, fluttu heim frá Englandi fyrr á árinu og settust að fyrir austan. Þau keyptu hús á Egilsstöðum en voru áður búin að eignast jörðina Óseyri í botni Stöðvarfjarðar þar sem þau leggja nú grunn að framtíðinni. Fljótlega eftir áramót vonast þau til að geta hafið smíði gistiheimilis á Óseyri, þau ætla að byrja á átta tveggja manna gistiherbergjum með veitingasal en gera ráð fyrir að hægt verði að fjölga upp í sextán herbergi í öðrum áfanga. Þau ætla að hella sér út í ferðaþjónustu. Sjálfur fékk Ívar smjörþefinn af ferðaþjónustu í safninu hennar ömmu, Steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, en þangað koma milli 15 og 20 þúsund ferðamenn á ári. Hann kveðst sannfærður um að tækifæri landsbyggðar liggi í erlendum ferðamönnum og segir Egilsstaði í lykilstöðu á Austurlandi. Bærinn sé hins vegar eins og sofandi risi. Þangað liggi allar leiðir og þar sé vannýttur alþjóðaflugvöllur. Hann vill pólitískar aðgerðir til að koma á millilandaflugi til Egilsstaða með lækkun lendingargjalda og skatta, og samræmdu átaki ríkis og sveitarfélaga og flugfélaga. Egilsstaðir þurfi líka að láta heiminn vita af sér og þar hafi menn söguna um Lagarfljótsorminn til að byggja á. Ívar minnir á að tugir milljóna manna um heim allan sáu myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf bóndi náði af orminum. Í sínum huga sé myndbandið af orminum og það beri að greiða Hirti verðlaunaféð fyrir að ná af honum myndum. En er Ívar á leið í framboð? Svarið má sjá í þættinum.
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31 Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31
Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent