Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. desember 2012 18:38 Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. Sigurþór var árið 1997 ákærður ásamt öðrum manni fyrir að hafa ráðist á mann á veitingastaðnum Vegas. Árásin leiddi til dauða fórnarlambsins. Á sínum tíma sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Sigurþór. Málinu var svo vísað til Hæstaréttar Íslands sem að sakfelldi Sigurþór og dæmdi í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi. Sat hann inni í átján mánuði í fangelsi. Hann kærði svo málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að reglur um réttláta málsmeðferð hefðu verið brotnar. Málið var því aftur tekið upp fyrir íslenskum dómstólum. Lögmaður mannsins segir dóminn einstakan hér á landi og hafa mikla þýðingu fyrir skjólstæðing sinn. „Ég myndi allavega segja að þetta sé rétt niðurstaða að það sé búið að leiðrétta rangan dóm sem að féll á sínum tíma. Hann er búinn að afplána dóminn og vera með þetta á bakinu allan þennan tíma," segir Bjarni Hauksson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Sigurþórs. Hann telur líklegt að hann fari fram á bætur vegna fangelsisvistar sinnar. „Það náttúrulega liggur fyrir að hann telst saklaus maður í dag og sat í fangelsi á sínum tíma," segir hann. Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. Sigurþór var árið 1997 ákærður ásamt öðrum manni fyrir að hafa ráðist á mann á veitingastaðnum Vegas. Árásin leiddi til dauða fórnarlambsins. Á sínum tíma sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Sigurþór. Málinu var svo vísað til Hæstaréttar Íslands sem að sakfelldi Sigurþór og dæmdi í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi. Sat hann inni í átján mánuði í fangelsi. Hann kærði svo málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að reglur um réttláta málsmeðferð hefðu verið brotnar. Málið var því aftur tekið upp fyrir íslenskum dómstólum. Lögmaður mannsins segir dóminn einstakan hér á landi og hafa mikla þýðingu fyrir skjólstæðing sinn. „Ég myndi allavega segja að þetta sé rétt niðurstaða að það sé búið að leiðrétta rangan dóm sem að féll á sínum tíma. Hann er búinn að afplána dóminn og vera með þetta á bakinu allan þennan tíma," segir Bjarni Hauksson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Sigurþórs. Hann telur líklegt að hann fari fram á bætur vegna fangelsisvistar sinnar. „Það náttúrulega liggur fyrir að hann telst saklaus maður í dag og sat í fangelsi á sínum tíma," segir hann.
Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira