Erlent

Reykjavík verður kvikmynd um sigur mannsandans

Michael Douglas mun leika eitt af aðalhlutverkunum..
Michael Douglas mun leika eitt af aðalhlutverkunum..
Kvikmyndin Reykjavík verður um sigur mannsandans að sögn Mike Newell, sem mun leikstýra þessari stórmynd sem draumasmiðjan ætlar að gera um leiðtogafundinn heimsfræga sem átti sér stað hér á landi árið 1986.

Leikararnir eru ekki af verri endanum, það eru þeir Michael Douglas og Christopher Waltz, sem munu fara með aðahlutverk myndarinnar sem verður tekin upp hér á landi í byrjun næsta árs.

Í viðtali við kvikmyndatímaritið Empire segir Newell, sem er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni Fjögur brúðkaup og jarðaför, að kvikmyndin Reykjavík verði sögulegt drama um upphaf endi kalda stríðsins að hún verði falleg yfirferð um heilindi og tilfinningar.

Newell segir raunar hið flóknasta við upptökurnar verða að breyta aðalleikurunum í þjóðarleiðtogana tvo, sem voru mjög einkennandi útlitslega séð. „Ronald Reagan var mjög upptekin af hárinu sínu," segir Newell í gríni við Empire tímaritið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×