Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla úr sögunni í Katalóníu í bili

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðskilnað Katalóníu frá Spáni er úr sögunni í bili a.m.k. Þetta er niðurstaða kosninganna til héraðsþings Katalóníu um helgina.

Miðhægribandalag Artur Mas forsætisráðherra Katalóníu tapaði stórt í kosningunum en helsta stefnumál bandalagsins var þjóðaratkvæðagreiðslan. Talið er að kjósendur hafi viljað refsa bandalaginu fyrir að boða strax til kosninga en bíða ekki út kjörtímabilið.

Bandalagið missti 12 þingsæti, hlaut 50 sæti af þeim 135 sem voru í boði. Aðrir flokkar sem bandalagið getur myndað meirihlutasamstarf með eru á móti þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Vinstri sinnaðir aðskilnaðarsinnar hlutu 21 þingsæti. Þeir voru með sömu stefnu hvað þjóðaratkvæðagreiðsluna varðaði en eiga ekkert annað sameiginlegt með Miðhægribandalaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×