Lionel Messi tileinkaði mörkin sín tvö gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í gær nýfæddum syni sínum.
Eins og sést á meðfylgjandi mynd var Messi búinn að skrifa kveðju til sonar síns á band um úlnliðinn. Á því stóð „Te amo Thiago" (ég elska þig, Thiago).
Thiago kom í heiminn þann 2. nóvember síðastliðinn og er fyrsta barn Messi. Eftir að Thiago kom í heiminn hefur Messi skorað níu mörk í sex leikjum með Barcelona - sex í spænsku úrvalsdeildinni og þrjú í Meistaradeildinni.
Hann hefur nú skorað 82 mörk á þessu ári og vantar því aðeins þrjú mörk upp á að jafna markamet Gerd Müller.
Messi: Ég elska þig, Thiago
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti



„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn
