Erlent

Rúmlega 50 létust í sprengjutilræðum

Sýrlenskir uppreisnarmenn við flak orrustuþotunnar.
Sýrlenskir uppreisnarmenn við flak orrustuþotunnar. MYND/AFP
Rúmlega fimmtíu manns létust í tveimur sprengjutilræðum í og við Damaskus, höfuðborg Sýrlands í dag.

Tvær bílsprengjur sprungu samtímis í bænum Jaramana sem er steinsnar frá höfuðborginni. Einkum eru það fylgismenn Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, sem búa í bænum.

Sýrlensk útlagasamtök sem staðsett eru í Bretlandi áætla að um 120 manns hafi særst í tilræðunum, þarf af margir lífshættulega.

Sem fyrr hafa uppreisnarmenn og stjórnarhermenn tekist á í flestum landshlutum Sýrlands í dag.

Þá skutu uppreisnarmenn niður orrustuþotu snemma í morgun og þykir það bera vitni um að stjórnarandstæðingarnir búi yfir mun öflugri vopnum en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×