Fótbolti

Gerrard segir landsliðsferlinn vera vonbrigði

Steven Gerrard verður í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn sem nær því að spila 100 landsleiki fyrir England. Hann viðurkennir að landsliðsferillinn sé nokkur vonbrigði.

Aðrir sem hafa náð 100 leikjum eru David Beckham, Peter Shilton, Bobby Moore, Sir Bobby Charlton og Billy Wright.

"Ég myndi gefa mínum landsliðsferli svona sex í einkunn af tíu. Þá eru þeir sem unnu HM með tíu í einkunn enda verða Moore og Charlton alltaf hetjurnar mínar og enska boltans. Það er verið að gera menn of auðveldlega að hetjum. Það eru kannski til 14 eða 15 hetjur með enska landsliðinu. Aðrir hafa ekki skilað nægilega miklu," sagði Gerrard en England spilar við Svíþjóð í kvöld.

Gerrard segir að liðið sem Sven-Göran Eriksson hafi átt að gera betur. Það komst þrisvar í átta liða úrslit á stórmótum.

"Þetta var gott lið og við áttum að gera betur á stórmótum. Við lékum undir getu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×