Fótbolti

Zlatan: Gerrard á að drífa sig frá Liverpool

Svíinn Zlatan Ibrahimovic hefur skoðanir á flestu og hann hefur nú tjáð sig um Steven Gerrard. Zlatan segir að hann eigi að yfirgefa Liverpool.

"Það er borin mikil virðing fyrir Steve Gerrard um alla Evrópu og hann er alltaf sá maður sem þjálfarinn varar við. Það er af því hann er leikmaður sem gerir gæfumuninn fyrir sitt lið," sagði Zlatan sem hefur skipt um félög eins og nærbuxur á ferlinum.

"Liverpool er vissulega stórt félag en ég væri til í að sjá Steven hjá stærra félagi utan Englands. Það myndi líka hjálpa enska landsliðinu. Steven gæti gert það gott hvar sem er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×