Fótbolti

Hvert fór eiginlega vítaspyrnan hans Neymar?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brasilíumaðurinn Neymar skoraði mark Brasilíumanna í 1-1 jafntefli á móti Kólumbíu í vináttulandsleik í fyrri nótt en hann átti líka möguleika á því að tryggja Brössum sigur í leiknum þegar hann fékk að taka vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok.

Neymar er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heimsins og eru mörg stórlið Evrópu sögð vera á eftir stráknum enda búinn að raða inn mörkum með bæði Santos og brasilíska landsliðinu. Það er þó öruggt að vítið hans í nótt fer hvorki á ferilskránna eða hækkar verðmiðann.

Það er hægt að sjá vítið með því að smella hér fyrir ofan en lýsandi leiksins er strax á því að þetta sé eitt lélegast víti sögunnar. Neymar var þó fljótur að finna sökudólginn og ekki með því að horfa í spegil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×