Fótbolti

Methagnaður hjá Bayern München

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ule Höeness forseti Bayern München.
Ule Höeness forseti Bayern München. Getty Images / Nordic Photos
Forráðamenn þýska stórliðsins Bayern München brosa breitt þessa dagana en methagnaður var hjá þessu fornfræga knattspyrnuliði á síðasta rekstrarári. Hagnaður félagsins var 1,8 milljarðar kr., og er það met í 112 ára sögu liðsins. Heildarvelta félagsins var um 54 milljarðar kr. sem er einnig met.

Bayern München er í efsta sæti í deildarkeppninni en liðið hefur ekki unnið til verðlauna s.l. tvö tímabil. Velta liðsins jókst um 6,7 milljarða kr. á milli ára. Forráðamenn liðsins gera ráð fyrir að hagnaður félagsins muni aukast um 5 milljarða kr. á ári þegar félagið hefur lokið við að greiða niður lán sem tekin voru þegar heimavöllur liðsins, Allianz Arena, var byggður. Liðið hefur leikið á þeim velli frá árinu 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×