Fótbolti

Óður til Zlatans - 24 frábær mörk Svíans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svíinn Zlatan Ibrahimovic hefur lengi verið talinn í hópi bestu fótboltamanna heims en eftir sýningu sína á móti Englandi á miðvikudagskvöldið er hægt að segja að hann sé nú kominn í úrvalshópinn með þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Zlatan Ibrahimovic kórónaði fernu sína í 4-2 sigri á Englendingum með ótrúlegu marki með hjólhestaspyrnu langt fyrir utan teig. Markið hefur verið af mörgum kallað það besta sem hefur verið skorað í fótboltasögunni en þetta er ekki fyrsta snilldarmarkið sem Svíinn skorar á ferlinum.

Góðir menn hafa nú tekið saman 24 flottustu mörk Zlatans á ferlinum og sett inn á Youtube-vefinn en það má nálgast þessa einstöku markasýningu með því að smella hér fyrir ofan.

Þarna má finna stórglæsileg mörk frá öllum ferli Zlatans, allt frá því að hann komst fyrst í meistaraflokksliðið hjá Malmö FF 1999 þar til að hann skoraði markið magnaða á móti enska landsliðinu í Solna á miðvikudagskvöldið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×