Fótbolti

Beckham segist ekki vera á leið til Ástralíu

Forkólfar áströlsku A-deildarinnar vinna að því hörðum höndum þessa dagana að lokka David Beckham til landsins en þeir vilja að hann spili þar á meðan bandaríska deildin er í fríi.

Beckham sjálfur segir að ekkert sé hæft í þeim orðrómi að hann sé á leiðinni þangað.

"Það er ekkert til í þessu. Ég hafði ekkert heyrt af þessu sjálfur," sagði Beckham á blaðamannafundi.

Þó svo Beckham sé ekki búinn að gefa grænt ljós á að koma þangað ætla forráðamenn áströlsku deildarinnar að vinna í því áfram að fá Beckham. Þeir neita að gefast upp strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×