Svolítið skotinn í Sonum duftsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. nóvember 2012 14:37 Ný bók Arnaldar Indriðasonar kemur út í dag. Mynd/ Valli. Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnaldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Reykjavíkurnætur segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið," segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft," segir Arnaldur í samtali við Vísi. Arnaldur segist hafa lokið við bókina í vor. "Mér fannst spennandi að fara aftur í tímann með persónu eins og Erlend, lögreglumann sem ég hef skrifað um núna í nokkur ár," segir Arnaldur. Það hafi verið svolítið nýtt að hverfa aftur til upphafsins og skrifa um byrjunina, sama hvort framhald verði á því eða ekki. "Ég held að það hafi ekki verið gert mikið af því áður að taka lögreglumann úr svona seríu og fara með hann svona rækilega aftur í tímann. Það var svona það sem mér fannst mest spennandi við að vinna að þessu verkefni," segir hann. Þetta er sextánda bók Arnaldar en hann segist eiga erfitt með að svara því hver þeirra sé í uppáhaldi. "Ég hef nú aldrei getað svarað þessari spurningu almennilega. Ég hef alltaf verið svolítið skotinn í fyrstu bókinni, Sonum duftsins," segir hann. Höfundar hugsi sennilegast dálítið til upphafsins þegar þeir eru spurðir að svona spurningum. Verkin séu orðin mörg og hann hugsi ekki svo mikið um hvert og eitt þeirra. Það sé frekar að hann hugsi um þætti í verkunum, jafnvel einstaka setningar. Arnaldur er þegar byrjaður að vinna að næsta verki sem hann vonar að komi út á næsta ári. Hann segist þó ekki vera kominn langt. "En ég held að ég viti hvað ég er að skrifa um," segir hann. Hann vill þó ekkert tala meira um verkið. "Ég er svo ofsalega tregur að tala um það sem fólk á eftir að lesa," segir hann. Hér fyrir neðan getur þú lesið fyrsta kaflann í bók Arnaldar.Open publication - Free publishing Tengdar fréttir Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Sjá meira
Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnaldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Reykjavíkurnætur segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið," segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft," segir Arnaldur í samtali við Vísi. Arnaldur segist hafa lokið við bókina í vor. "Mér fannst spennandi að fara aftur í tímann með persónu eins og Erlend, lögreglumann sem ég hef skrifað um núna í nokkur ár," segir Arnaldur. Það hafi verið svolítið nýtt að hverfa aftur til upphafsins og skrifa um byrjunina, sama hvort framhald verði á því eða ekki. "Ég held að það hafi ekki verið gert mikið af því áður að taka lögreglumann úr svona seríu og fara með hann svona rækilega aftur í tímann. Það var svona það sem mér fannst mest spennandi við að vinna að þessu verkefni," segir hann. Þetta er sextánda bók Arnaldar en hann segist eiga erfitt með að svara því hver þeirra sé í uppáhaldi. "Ég hef nú aldrei getað svarað þessari spurningu almennilega. Ég hef alltaf verið svolítið skotinn í fyrstu bókinni, Sonum duftsins," segir hann. Höfundar hugsi sennilegast dálítið til upphafsins þegar þeir eru spurðir að svona spurningum. Verkin séu orðin mörg og hann hugsi ekki svo mikið um hvert og eitt þeirra. Það sé frekar að hann hugsi um þætti í verkunum, jafnvel einstaka setningar. Arnaldur er þegar byrjaður að vinna að næsta verki sem hann vonar að komi út á næsta ári. Hann segist þó ekki vera kominn langt. "En ég held að ég viti hvað ég er að skrifa um," segir hann. Hann vill þó ekkert tala meira um verkið. "Ég er svo ofsalega tregur að tala um það sem fólk á eftir að lesa," segir hann. Hér fyrir neðan getur þú lesið fyrsta kaflann í bók Arnaldar.Open publication - Free publishing
Tengdar fréttir Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Sjá meira
Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01