Svolítið skotinn í Sonum duftsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. nóvember 2012 14:37 Ný bók Arnaldar Indriðasonar kemur út í dag. Mynd/ Valli. Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnaldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Reykjavíkurnætur segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið," segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft," segir Arnaldur í samtali við Vísi. Arnaldur segist hafa lokið við bókina í vor. "Mér fannst spennandi að fara aftur í tímann með persónu eins og Erlend, lögreglumann sem ég hef skrifað um núna í nokkur ár," segir Arnaldur. Það hafi verið svolítið nýtt að hverfa aftur til upphafsins og skrifa um byrjunina, sama hvort framhald verði á því eða ekki. "Ég held að það hafi ekki verið gert mikið af því áður að taka lögreglumann úr svona seríu og fara með hann svona rækilega aftur í tímann. Það var svona það sem mér fannst mest spennandi við að vinna að þessu verkefni," segir hann. Þetta er sextánda bók Arnaldar en hann segist eiga erfitt með að svara því hver þeirra sé í uppáhaldi. "Ég hef nú aldrei getað svarað þessari spurningu almennilega. Ég hef alltaf verið svolítið skotinn í fyrstu bókinni, Sonum duftsins," segir hann. Höfundar hugsi sennilegast dálítið til upphafsins þegar þeir eru spurðir að svona spurningum. Verkin séu orðin mörg og hann hugsi ekki svo mikið um hvert og eitt þeirra. Það sé frekar að hann hugsi um þætti í verkunum, jafnvel einstaka setningar. Arnaldur er þegar byrjaður að vinna að næsta verki sem hann vonar að komi út á næsta ári. Hann segist þó ekki vera kominn langt. "En ég held að ég viti hvað ég er að skrifa um," segir hann. Hann vill þó ekkert tala meira um verkið. "Ég er svo ofsalega tregur að tala um það sem fólk á eftir að lesa," segir hann. Hér fyrir neðan getur þú lesið fyrsta kaflann í bók Arnaldar.Open publication - Free publishing Tengdar fréttir Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnaldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Reykjavíkurnætur segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið," segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft," segir Arnaldur í samtali við Vísi. Arnaldur segist hafa lokið við bókina í vor. "Mér fannst spennandi að fara aftur í tímann með persónu eins og Erlend, lögreglumann sem ég hef skrifað um núna í nokkur ár," segir Arnaldur. Það hafi verið svolítið nýtt að hverfa aftur til upphafsins og skrifa um byrjunina, sama hvort framhald verði á því eða ekki. "Ég held að það hafi ekki verið gert mikið af því áður að taka lögreglumann úr svona seríu og fara með hann svona rækilega aftur í tímann. Það var svona það sem mér fannst mest spennandi við að vinna að þessu verkefni," segir hann. Þetta er sextánda bók Arnaldar en hann segist eiga erfitt með að svara því hver þeirra sé í uppáhaldi. "Ég hef nú aldrei getað svarað þessari spurningu almennilega. Ég hef alltaf verið svolítið skotinn í fyrstu bókinni, Sonum duftsins," segir hann. Höfundar hugsi sennilegast dálítið til upphafsins þegar þeir eru spurðir að svona spurningum. Verkin séu orðin mörg og hann hugsi ekki svo mikið um hvert og eitt þeirra. Það sé frekar að hann hugsi um þætti í verkunum, jafnvel einstaka setningar. Arnaldur er þegar byrjaður að vinna að næsta verki sem hann vonar að komi út á næsta ári. Hann segist þó ekki vera kominn langt. "En ég held að ég viti hvað ég er að skrifa um," segir hann. Hann vill þó ekkert tala meira um verkið. "Ég er svo ofsalega tregur að tala um það sem fólk á eftir að lesa," segir hann. Hér fyrir neðan getur þú lesið fyrsta kaflann í bók Arnaldar.Open publication - Free publishing
Tengdar fréttir Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01