Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2012 18:45 Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. Þetta tiltekna svæði þykir reyndar afar spennandi en Íslandsmegin lögsögumarkanna er neðansjávarfjall kennt við Sigurð Fáfnisbana og það var einmitt þar sem staðfesting fékkst í fyrra um olíu í sýnum sem náðust af hafsbotni með fjarstýrðum kafbáti. Þrjár umsóknir bárust Orkustofnun í aprílmánuði í vor í útboði á sérleyfum til olíuvinnslu og hefur Stöð 2 áður greint frá því að búist sé við að tvær þeirra verði samþykktar, frá Faroe Petroleum og Íslensku kolvetni, og frá Valiant Petroleum og Kolvetni. Þriðji umsækjandinn, Eykon, er, - án reynds samstarfsaðila, - ekki talinn standast kröfur útboðsins um fjárhagslegan styrk og tæknilega getu. Ef fyrirhugað er að gefa út sérleyfi innan samvinnusvæðisins þarf að bjóða Norðmönnum þátttöku og staðfesti Orkustofnun við Stöð 2 í dag að slíkt boð hefði nú verið sent til olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs. Norðmenn hafa rétt á allt að 25% aðild að sérleyfum og hafa þeir þrjátíu daga til að ákveða hvort þeir vilji nýta þann rétt. Ákveði norsk stjórnvöld að ganga inn í sérleyfi þykir líklegast að þau tilnefni olíufélagið Petoro til þátttöku en það er að öllu leyti í eigu norska ríkisins. Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. Þetta tiltekna svæði þykir reyndar afar spennandi en Íslandsmegin lögsögumarkanna er neðansjávarfjall kennt við Sigurð Fáfnisbana og það var einmitt þar sem staðfesting fékkst í fyrra um olíu í sýnum sem náðust af hafsbotni með fjarstýrðum kafbáti. Þrjár umsóknir bárust Orkustofnun í aprílmánuði í vor í útboði á sérleyfum til olíuvinnslu og hefur Stöð 2 áður greint frá því að búist sé við að tvær þeirra verði samþykktar, frá Faroe Petroleum og Íslensku kolvetni, og frá Valiant Petroleum og Kolvetni. Þriðji umsækjandinn, Eykon, er, - án reynds samstarfsaðila, - ekki talinn standast kröfur útboðsins um fjárhagslegan styrk og tæknilega getu. Ef fyrirhugað er að gefa út sérleyfi innan samvinnusvæðisins þarf að bjóða Norðmönnum þátttöku og staðfesti Orkustofnun við Stöð 2 í dag að slíkt boð hefði nú verið sent til olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs. Norðmenn hafa rétt á allt að 25% aðild að sérleyfum og hafa þeir þrjátíu daga til að ákveða hvort þeir vilji nýta þann rétt. Ákveði norsk stjórnvöld að ganga inn í sérleyfi þykir líklegast að þau tilnefni olíufélagið Petoro til þátttöku en það er að öllu leyti í eigu norska ríkisins.
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent