Vilja að Ríkisendurskoðandi rannsaki Eir Andri Ólafsson skrifar 2. nóvember 2012 21:42 Stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun rannsaki ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur frammi fyrir. Ársreikningar sem fréttastofa hefur undir höndum draga upp dökka mynd af fjárhagnum. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær er staðan á Eir hjúkrunarheimilinu afar slæm. Félagið er í raun í greiðslustöðvun, er hætt að borga af lánum og skuldbindingum. Sem eru alls um átta milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 tapaði Eir 614 milljónum það ár og 335 milljónum árið á undan. Það þýðir að hjúkrunarheimilið, sem er sjálfseignarstofnun, hefur tapað 949 milljónum á aðeins tveimur árum. Nú er svo komið að eigið fé er neikvætt um 385 milljónir og Eir í raun tæknilega gjaldþrota. Eins og fram kom í gær hefur stjórnin falið KPMG og Lex lögmönnum að reyna að bjarga félaginu. Helgi Jóhannesson lögmaður sagði í fréttum okkar í gær að verið væri að reyna að ná samningum við kröfuhafa og tryggja að reksturinn haldist áfram óbreyttur. Stóra málið í þessu öllu saman er hins vegar þetta: Eir skuldar gamla fólkinu sem býr í öryggisíbúðum á vegum félagsins tvo milljarða króna. Þetta eru peningar sem einstaklingar lögðu inn í félagið í skiptum fyrir íbúðarétt og eiga rétt á að fá til baka þegar samningi er slitið, meðal annars við andlát. Þessir peningar eru eins og staðan er núna ekki til. Þeir eru búnir, hafa brunnið upp í tapi undanfarna ára. Og þeir koma ekki aftur nema það takist að bjarga hjúkrunarheimilinu Eir. Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eiga veð í fasteignum Eirar fyrir öllum þeim kröfum sem þeir eiga á Eir. En gamla fólkið á engin veð fyrir inneignum sínum. Stjórn Eirar eru nú að kynna þessa stöðu fyrir starfsfólki, stjórnendum og ekki síst gamla fólkinu sem á nú á hættu á glata ævisparnaðinum. Stjórnin hefur einnig fengið lögmann til að annast hagsmunagæslu fyrir þetta fólk og ætlar að funda með þeim öllum strax eftir helgi. Í ljósi alvarleika málsins hefur stjórnin líka beðið Ríkisendurskoðun að rannsaka sérstaklega ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur nú frammi fyrir. Tengdar fréttir Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun rannsaki ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur frammi fyrir. Ársreikningar sem fréttastofa hefur undir höndum draga upp dökka mynd af fjárhagnum. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær er staðan á Eir hjúkrunarheimilinu afar slæm. Félagið er í raun í greiðslustöðvun, er hætt að borga af lánum og skuldbindingum. Sem eru alls um átta milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 tapaði Eir 614 milljónum það ár og 335 milljónum árið á undan. Það þýðir að hjúkrunarheimilið, sem er sjálfseignarstofnun, hefur tapað 949 milljónum á aðeins tveimur árum. Nú er svo komið að eigið fé er neikvætt um 385 milljónir og Eir í raun tæknilega gjaldþrota. Eins og fram kom í gær hefur stjórnin falið KPMG og Lex lögmönnum að reyna að bjarga félaginu. Helgi Jóhannesson lögmaður sagði í fréttum okkar í gær að verið væri að reyna að ná samningum við kröfuhafa og tryggja að reksturinn haldist áfram óbreyttur. Stóra málið í þessu öllu saman er hins vegar þetta: Eir skuldar gamla fólkinu sem býr í öryggisíbúðum á vegum félagsins tvo milljarða króna. Þetta eru peningar sem einstaklingar lögðu inn í félagið í skiptum fyrir íbúðarétt og eiga rétt á að fá til baka þegar samningi er slitið, meðal annars við andlát. Þessir peningar eru eins og staðan er núna ekki til. Þeir eru búnir, hafa brunnið upp í tapi undanfarna ára. Og þeir koma ekki aftur nema það takist að bjarga hjúkrunarheimilinu Eir. Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eiga veð í fasteignum Eirar fyrir öllum þeim kröfum sem þeir eiga á Eir. En gamla fólkið á engin veð fyrir inneignum sínum. Stjórn Eirar eru nú að kynna þessa stöðu fyrir starfsfólki, stjórnendum og ekki síst gamla fólkinu sem á nú á hættu á glata ævisparnaðinum. Stjórnin hefur einnig fengið lögmann til að annast hagsmunagæslu fyrir þetta fólk og ætlar að funda með þeim öllum strax eftir helgi. Í ljósi alvarleika málsins hefur stjórnin líka beðið Ríkisendurskoðun að rannsaka sérstaklega ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur nú frammi fyrir.
Tengdar fréttir Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31