Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Andri Ólafsson skrifar 1. nóvember 2012 18:31 Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. Eir er sjálfseignarstofnun en stofnaðilar eru meðal annars Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, ýmis stéttarfélög og lífeyrissjóðir. Eir rekur meðal annars 173 hjúkrunarrými og 206 öryggisíbúðir, sem eru íbúðir með aðgang og nálægð við ýmsa þjónustu sem nýtist eldri borgurum. Nú er svo komið að félagið stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda. Félagið skuldar um 8 milljarða en laust fé er nánast uppurið. Af átta milljörðum skulfar Eir sex milljarða til lánadrottna, íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða, sem lánuðu fyrir uppbyggingu á fasteignum félagsins gegn veðum í eignunum. Svo skuldar Eir um tvo milljarða til gamla fólksins sem býr í öryggisíbúðunum sem Eir rekur. Ástæðan fyrir því er að íbúarnir þar hafa allir greitt Eir fyrir svokallaðan íbúðarétt. Þá er átt við að íbúar greiða tiltekið gjald og eiga rétt á að búa í íbúðinni til lífstíðar. Rétturinn fellur úr gildi meðal annars við andlát og upphæðin sem greidd var fyrir íbúðarréttin erfist þá til afkomenda. Ævisparnaður margra íbúa liggur því í íbúðarréttinum En vandamálið er að engin veð eru fyrir inneignum gamla fólkins í þessu íbúðarréttarkerfi og þær mundu því glatast ef Eir færi í þrot. Það er af þessum ástæðum sem framkvæmdastjórinn, sem er tiltölulega nýkominn til starfa, og stjórnin ákvað að að leita til utanaðkomandi sérfræðinga sem fengnir hafa verið til þess að finna leiðir til að tryggja reksturinn. "Stjórn Eirar mat stöðuna þannig að hún þyrfti að leita ráðgjafar vegna fjárhagsvandamála og réð þess vegna okkur og KPMG til að koma að málum nú í september. Og við höfum verið að vinna að því með stjórninni og kröfufuhöfum að finna vanda á lausafjárvanda félagsins," segir Helgi Jóhannesson lögmaður á Lex lögmönnum. Eitt af því sem sérfræðingar hafa gert, samkvæmt heimildum fréttastofu, er að stöðvar allar greiðslur til kröfuhafa. Þar með talið til íbúðarétthafa, það er að segja til gamla fólksins. En er einhver hætta á því að gamla fólkið, sem býr þarna, tapi hreinlega peningunum sínum? "Við erum að vinna núna út frá plani sem miðar út frá því að kröfuhafar fái sitt. Það er verið að vinna þetta með öðrum kröfuhöfum og það er margt ógert í því. En það er planið að allir fái sitt. Það sem er samt aðalatriðið fyrir fólkið sem býr þarna að vita er að planið gengur út að það verði óbreyttur rekstur þarna, þannig að þeir sem eiga öryggisíbúðir og búa í þeim og þeir sem njóta þjónustu hjúkrunarheimilisins þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það verði farið á flot með það," segir Helgi. En hvenær mun lausn fást í málið. "Þetta tekur sinn tíma, það er unnið hratt í þessu og hist oft. Það eru allir meðvitaður um það að það þarf að vinna þetta hratt." Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. Eir er sjálfseignarstofnun en stofnaðilar eru meðal annars Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, ýmis stéttarfélög og lífeyrissjóðir. Eir rekur meðal annars 173 hjúkrunarrými og 206 öryggisíbúðir, sem eru íbúðir með aðgang og nálægð við ýmsa þjónustu sem nýtist eldri borgurum. Nú er svo komið að félagið stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda. Félagið skuldar um 8 milljarða en laust fé er nánast uppurið. Af átta milljörðum skulfar Eir sex milljarða til lánadrottna, íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða, sem lánuðu fyrir uppbyggingu á fasteignum félagsins gegn veðum í eignunum. Svo skuldar Eir um tvo milljarða til gamla fólksins sem býr í öryggisíbúðunum sem Eir rekur. Ástæðan fyrir því er að íbúarnir þar hafa allir greitt Eir fyrir svokallaðan íbúðarétt. Þá er átt við að íbúar greiða tiltekið gjald og eiga rétt á að búa í íbúðinni til lífstíðar. Rétturinn fellur úr gildi meðal annars við andlát og upphæðin sem greidd var fyrir íbúðarréttin erfist þá til afkomenda. Ævisparnaður margra íbúa liggur því í íbúðarréttinum En vandamálið er að engin veð eru fyrir inneignum gamla fólkins í þessu íbúðarréttarkerfi og þær mundu því glatast ef Eir færi í þrot. Það er af þessum ástæðum sem framkvæmdastjórinn, sem er tiltölulega nýkominn til starfa, og stjórnin ákvað að að leita til utanaðkomandi sérfræðinga sem fengnir hafa verið til þess að finna leiðir til að tryggja reksturinn. "Stjórn Eirar mat stöðuna þannig að hún þyrfti að leita ráðgjafar vegna fjárhagsvandamála og réð þess vegna okkur og KPMG til að koma að málum nú í september. Og við höfum verið að vinna að því með stjórninni og kröfufuhöfum að finna vanda á lausafjárvanda félagsins," segir Helgi Jóhannesson lögmaður á Lex lögmönnum. Eitt af því sem sérfræðingar hafa gert, samkvæmt heimildum fréttastofu, er að stöðvar allar greiðslur til kröfuhafa. Þar með talið til íbúðarétthafa, það er að segja til gamla fólksins. En er einhver hætta á því að gamla fólkið, sem býr þarna, tapi hreinlega peningunum sínum? "Við erum að vinna núna út frá plani sem miðar út frá því að kröfuhafar fái sitt. Það er verið að vinna þetta með öðrum kröfuhöfum og það er margt ógert í því. En það er planið að allir fái sitt. Það sem er samt aðalatriðið fyrir fólkið sem býr þarna að vita er að planið gengur út að það verði óbreyttur rekstur þarna, þannig að þeir sem eiga öryggisíbúðir og búa í þeim og þeir sem njóta þjónustu hjúkrunarheimilisins þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það verði farið á flot með það," segir Helgi. En hvenær mun lausn fást í málið. "Þetta tekur sinn tíma, það er unnið hratt í þessu og hist oft. Það eru allir meðvitaður um það að það þarf að vinna þetta hratt."
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira