Fótbolti

Eiður Smári og Arnar komnir með nýjan stjóra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Booy er hér til hægri á myndinni.
Booy er hér til hægri á myndinni. Nordic Photos / AFP
Hollendingurinn Foeke Booy er nýr þjálfari belgíska úrvalsdeildarfélagsins Cercle Brugge, sem Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson leika með.

Booy tekur við starfinu af Bob Peeters sem var rekinn í síðasta mánuði. Sá síðarnefndi var svo ráðinn til Gent, sem einnig leikur í belgísku deildinni.

Booy fær nú það verkefni að bjarga tímabilinu hjá Cercle Brugge. Liðið er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sjö stig úr fjórtán leikjum. Liðið tapaði fyrir Mons um helgina, 3-2, og er nú sex stigum frá öruggu sæti.

Arnar hefur verið fastamaður í liði Cercle Brugge síðustu ár en Eiður Smári gekk í raðir félagsins fyrir rúmum mánuði. Hann hefur byrjað vel og skorað fjögur mörk í jafn mörgum leikjum í byrjunarliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×