Fótbolti

Lagerbäck: Eiður gæti komið inn á næsta ári

Eiður fagnar með Cercle.
Eiður fagnar með Cercle.
Landsliðsþjálfarinn í knattspyrnu, Lars Lagerbäck, segir í samtali við heimasíðu KSÍ að Eiður Smári Guðjohnsen sé enn í myndinni hjá sér þó svo hann hafi ekki verið valinn í hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Andorra.

Eiður hefur verið mjög heitur og skorað grimmt síðan hann gekk í raðir Cercle Brugge í Belgíu.

"Eiður Smári hefur verið að standa sig vel í Belgíu og skorar í hverjum leik, en ég þekki hann sem leikmann og veit hversu reyndur hann er og hversu mikilvægur leikmaður hann getur verið, mig langar einfaldlega að skoða leikmenn eins og Matthías aðeins betur, hann var síðast í hóp hjá okkur í Japan, hefur skorað grimmt í næst efstu deild í Noregi í sumar og verður í efstu deildinni þar á næsta ári. Við fylgjumst hins vegar vel með Eiði og hann gæti alveg komið inn á næsta ári," sagði Lars í viðtalinu.

Það má lesa í heild sinni hér.






Tengdar fréttir

Rúnar eini nýliðinn í Andorra-hópnum

Svíinn Lars Lagerbäck tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir vináttuleik gegn Andorra ytra en leikurinn fer fram 14. þessa mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×