Ævisparnaðurinn í hættu: Greinilega mjög alvarlegt mál 6. nóvember 2012 10:46 „Mín skoðun er sú að þetta eigi ekki að bitna að neinu leyti á þjónustu við íbúana á hjúkrunarheimilinu," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara um þá grafalvarlegu stöðu sem er komin upp í hjúkrunarheimilinu Eir. Heimilið er tæknilega gjaldþrota með skuldir upp á átta milljarða og neikvætt eigið fé. Ástæðan er aðallega sú að lán hafa snarhækkað eftir kostnaðarsamar byggingarframkvæmdir eftir hrun og tekjur ekki staðist væntingar. Til þess að auka á alvarleika málsins þá er sagt að bágri fjárhagsstöðu Eirar hafi verið leynt fyrir stjórn félagsins af núverandi formanni, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrverandi borgarstjóra. „Þetta er greinilega mjög alvarlegt mál," segir Jóna Valgerður. „Málið er stórt og erfitt og virðist hafa grasserað lengi," bætir hún við. Jóna Valgerður segir að fyrirkomulag hjúkrunarheimilisins þurfi að skoða betur, bæði út frá reglugerðum og lögum. Ævisparnaður íbúa Eirar er nefnilega undir fari félagið í þrot. Alls hafa íbúarnir lagt tvo milljarða í Eir í gegnum íbúðarétt en félagið á 207 íbúðir. Engin veð eru fyrir inneignum þeirra og því óvíst hvort þeir fái peningana sína til baka ef að Eir verður gjaldþrota. Þrjár endurgreiðslur eru þegar gjaldfallnar og er verið að leita eftir því við íbúðaréttarhafa að fá frest á endurgreiðslu á meðan leitað er leiða til þess að leysa vanda Eirar.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Eirar og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, er sagður hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu Eirar. - Mynd/Stöð 2Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hjónin Sigurð og Maríu fyrr í vikunni. Þau fluttu inn í 60 fermetra öryggisíbúð sem hjúkrunarheimilið Eir á í Hlíðarhúsum í Grafarvogi fyrir fjórum árum síðan. Þau létu nær allt sitt fé í staðinn fyrir íbúðarétt í húsinu. Peningana áttu þau svo að fá til baka þegar þau færu aftur úr íbúðinni. Nú er það í uppnámi. „Þeir eru að taka þarna peninga af okkur ef þetta er að hverfa," sagði Sigurður Hólm Guðmundsson, sem er um áttrætt, í viðtalinu. Jóna Valgerður segir það nauðsynlegt að fundin verið lausn á þessu máli. „Að það verði komið í veg fyrir að þetta fólk tapi sparnaðinum sínum," bætir Jóna Valgerður við. Hún bendir á að eldri borgarar hafi tapað gríðarlega miklum fjármunum á hruninu, „þeir voru margir sem töldu að hlutabréfamarkaðurinn væri öruggur hér á landi," segir hún. Stöð 2 hafði það eftir heimildum í fréttum sínum í gærkvöldi að málið verði eðlilega tekið fyrir á stjórnarfundi hjúkrunarheimilisins en þar verði einnig farið fram á að Vilhjálmur víki úr stjórninni. Sjálfur hefur hann beðist undan viðtölum alla vikuna. Tengdar fréttir Vilja að Ríkisendurskoðandi rannsaki Eir Staðan á Eir hjúkrunarheimilinu er afar slæm. 2. nóvember 2012 21:42 Funda í dag um alvararlega fjárhagsstöðu Eirar Stjórn Eirar fundar í dag með íbúum um slæma fjárhagsstöðu félagsins. Íbúum hefur verið skipaður lögmaður til að gæta hagsmuna þeirra í þeim samningaviðræðum sem framundan eru. 5. nóvember 2012 12:05 Áttræður íbúi á Eir sér fram á missa ævisparnaðinn Áttræður íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir sér fram á að missa ævisparnaðinn ef félagið verður gjaldþrota. Honum brá þegar hann heyrði hversu slæm staða félagsins var og vill fá svör við því hvernig svona gat farið. 4. nóvember 2012 19:33 Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31 Villi er sagður hafa leynt upplýsingum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar og núverandi stjórnarformaður, er sagður hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilsins. Það hafi gert það að verkum að vandamálið uppgötvaðist mun seinna en ella. 5. nóvember 2012 18:30 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
„Mín skoðun er sú að þetta eigi ekki að bitna að neinu leyti á þjónustu við íbúana á hjúkrunarheimilinu," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara um þá grafalvarlegu stöðu sem er komin upp í hjúkrunarheimilinu Eir. Heimilið er tæknilega gjaldþrota með skuldir upp á átta milljarða og neikvætt eigið fé. Ástæðan er aðallega sú að lán hafa snarhækkað eftir kostnaðarsamar byggingarframkvæmdir eftir hrun og tekjur ekki staðist væntingar. Til þess að auka á alvarleika málsins þá er sagt að bágri fjárhagsstöðu Eirar hafi verið leynt fyrir stjórn félagsins af núverandi formanni, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrverandi borgarstjóra. „Þetta er greinilega mjög alvarlegt mál," segir Jóna Valgerður. „Málið er stórt og erfitt og virðist hafa grasserað lengi," bætir hún við. Jóna Valgerður segir að fyrirkomulag hjúkrunarheimilisins þurfi að skoða betur, bæði út frá reglugerðum og lögum. Ævisparnaður íbúa Eirar er nefnilega undir fari félagið í þrot. Alls hafa íbúarnir lagt tvo milljarða í Eir í gegnum íbúðarétt en félagið á 207 íbúðir. Engin veð eru fyrir inneignum þeirra og því óvíst hvort þeir fái peningana sína til baka ef að Eir verður gjaldþrota. Þrjár endurgreiðslur eru þegar gjaldfallnar og er verið að leita eftir því við íbúðaréttarhafa að fá frest á endurgreiðslu á meðan leitað er leiða til þess að leysa vanda Eirar.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Eirar og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, er sagður hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu Eirar. - Mynd/Stöð 2Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hjónin Sigurð og Maríu fyrr í vikunni. Þau fluttu inn í 60 fermetra öryggisíbúð sem hjúkrunarheimilið Eir á í Hlíðarhúsum í Grafarvogi fyrir fjórum árum síðan. Þau létu nær allt sitt fé í staðinn fyrir íbúðarétt í húsinu. Peningana áttu þau svo að fá til baka þegar þau færu aftur úr íbúðinni. Nú er það í uppnámi. „Þeir eru að taka þarna peninga af okkur ef þetta er að hverfa," sagði Sigurður Hólm Guðmundsson, sem er um áttrætt, í viðtalinu. Jóna Valgerður segir það nauðsynlegt að fundin verið lausn á þessu máli. „Að það verði komið í veg fyrir að þetta fólk tapi sparnaðinum sínum," bætir Jóna Valgerður við. Hún bendir á að eldri borgarar hafi tapað gríðarlega miklum fjármunum á hruninu, „þeir voru margir sem töldu að hlutabréfamarkaðurinn væri öruggur hér á landi," segir hún. Stöð 2 hafði það eftir heimildum í fréttum sínum í gærkvöldi að málið verði eðlilega tekið fyrir á stjórnarfundi hjúkrunarheimilisins en þar verði einnig farið fram á að Vilhjálmur víki úr stjórninni. Sjálfur hefur hann beðist undan viðtölum alla vikuna.
Tengdar fréttir Vilja að Ríkisendurskoðandi rannsaki Eir Staðan á Eir hjúkrunarheimilinu er afar slæm. 2. nóvember 2012 21:42 Funda í dag um alvararlega fjárhagsstöðu Eirar Stjórn Eirar fundar í dag með íbúum um slæma fjárhagsstöðu félagsins. Íbúum hefur verið skipaður lögmaður til að gæta hagsmuna þeirra í þeim samningaviðræðum sem framundan eru. 5. nóvember 2012 12:05 Áttræður íbúi á Eir sér fram á missa ævisparnaðinn Áttræður íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir sér fram á að missa ævisparnaðinn ef félagið verður gjaldþrota. Honum brá þegar hann heyrði hversu slæm staða félagsins var og vill fá svör við því hvernig svona gat farið. 4. nóvember 2012 19:33 Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31 Villi er sagður hafa leynt upplýsingum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar og núverandi stjórnarformaður, er sagður hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilsins. Það hafi gert það að verkum að vandamálið uppgötvaðist mun seinna en ella. 5. nóvember 2012 18:30 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Vilja að Ríkisendurskoðandi rannsaki Eir Staðan á Eir hjúkrunarheimilinu er afar slæm. 2. nóvember 2012 21:42
Funda í dag um alvararlega fjárhagsstöðu Eirar Stjórn Eirar fundar í dag með íbúum um slæma fjárhagsstöðu félagsins. Íbúum hefur verið skipaður lögmaður til að gæta hagsmuna þeirra í þeim samningaviðræðum sem framundan eru. 5. nóvember 2012 12:05
Áttræður íbúi á Eir sér fram á missa ævisparnaðinn Áttræður íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir sér fram á að missa ævisparnaðinn ef félagið verður gjaldþrota. Honum brá þegar hann heyrði hversu slæm staða félagsins var og vill fá svör við því hvernig svona gat farið. 4. nóvember 2012 19:33
Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31
Villi er sagður hafa leynt upplýsingum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar og núverandi stjórnarformaður, er sagður hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilsins. Það hafi gert það að verkum að vandamálið uppgötvaðist mun seinna en ella. 5. nóvember 2012 18:30