Vilja að Ríkisendurskoðandi rannsaki Eir Andri Ólafsson skrifar 2. nóvember 2012 21:42 Stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun rannsaki ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur frammi fyrir. Ársreikningar sem fréttastofa hefur undir höndum draga upp dökka mynd af fjárhagnum. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær er staðan á Eir hjúkrunarheimilinu afar slæm. Félagið er í raun í greiðslustöðvun, er hætt að borga af lánum og skuldbindingum. Sem eru alls um átta milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 tapaði Eir 614 milljónum það ár og 335 milljónum árið á undan. Það þýðir að hjúkrunarheimilið, sem er sjálfseignarstofnun, hefur tapað 949 milljónum á aðeins tveimur árum. Nú er svo komið að eigið fé er neikvætt um 385 milljónir og Eir í raun tæknilega gjaldþrota. Eins og fram kom í gær hefur stjórnin falið KPMG og Lex lögmönnum að reyna að bjarga félaginu. Helgi Jóhannesson lögmaður sagði í fréttum okkar í gær að verið væri að reyna að ná samningum við kröfuhafa og tryggja að reksturinn haldist áfram óbreyttur. Stóra málið í þessu öllu saman er hins vegar þetta: Eir skuldar gamla fólkinu sem býr í öryggisíbúðum á vegum félagsins tvo milljarða króna. Þetta eru peningar sem einstaklingar lögðu inn í félagið í skiptum fyrir íbúðarétt og eiga rétt á að fá til baka þegar samningi er slitið, meðal annars við andlát. Þessir peningar eru eins og staðan er núna ekki til. Þeir eru búnir, hafa brunnið upp í tapi undanfarna ára. Og þeir koma ekki aftur nema það takist að bjarga hjúkrunarheimilinu Eir. Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eiga veð í fasteignum Eirar fyrir öllum þeim kröfum sem þeir eiga á Eir. En gamla fólkið á engin veð fyrir inneignum sínum. Stjórn Eirar eru nú að kynna þessa stöðu fyrir starfsfólki, stjórnendum og ekki síst gamla fólkinu sem á nú á hættu á glata ævisparnaðinum. Stjórnin hefur einnig fengið lögmann til að annast hagsmunagæslu fyrir þetta fólk og ætlar að funda með þeim öllum strax eftir helgi. Í ljósi alvarleika málsins hefur stjórnin líka beðið Ríkisendurskoðun að rannsaka sérstaklega ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur nú frammi fyrir. Tengdar fréttir Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun rannsaki ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur frammi fyrir. Ársreikningar sem fréttastofa hefur undir höndum draga upp dökka mynd af fjárhagnum. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær er staðan á Eir hjúkrunarheimilinu afar slæm. Félagið er í raun í greiðslustöðvun, er hætt að borga af lánum og skuldbindingum. Sem eru alls um átta milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 tapaði Eir 614 milljónum það ár og 335 milljónum árið á undan. Það þýðir að hjúkrunarheimilið, sem er sjálfseignarstofnun, hefur tapað 949 milljónum á aðeins tveimur árum. Nú er svo komið að eigið fé er neikvætt um 385 milljónir og Eir í raun tæknilega gjaldþrota. Eins og fram kom í gær hefur stjórnin falið KPMG og Lex lögmönnum að reyna að bjarga félaginu. Helgi Jóhannesson lögmaður sagði í fréttum okkar í gær að verið væri að reyna að ná samningum við kröfuhafa og tryggja að reksturinn haldist áfram óbreyttur. Stóra málið í þessu öllu saman er hins vegar þetta: Eir skuldar gamla fólkinu sem býr í öryggisíbúðum á vegum félagsins tvo milljarða króna. Þetta eru peningar sem einstaklingar lögðu inn í félagið í skiptum fyrir íbúðarétt og eiga rétt á að fá til baka þegar samningi er slitið, meðal annars við andlát. Þessir peningar eru eins og staðan er núna ekki til. Þeir eru búnir, hafa brunnið upp í tapi undanfarna ára. Og þeir koma ekki aftur nema það takist að bjarga hjúkrunarheimilinu Eir. Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eiga veð í fasteignum Eirar fyrir öllum þeim kröfum sem þeir eiga á Eir. En gamla fólkið á engin veð fyrir inneignum sínum. Stjórn Eirar eru nú að kynna þessa stöðu fyrir starfsfólki, stjórnendum og ekki síst gamla fólkinu sem á nú á hættu á glata ævisparnaðinum. Stjórnin hefur einnig fengið lögmann til að annast hagsmunagæslu fyrir þetta fólk og ætlar að funda með þeim öllum strax eftir helgi. Í ljósi alvarleika málsins hefur stjórnin líka beðið Ríkisendurskoðun að rannsaka sérstaklega ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur nú frammi fyrir.
Tengdar fréttir Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31