Fótbolti

Guardiola heldur möguleikum sínum opnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guardiola með fjölskyldu sinni á Ryder-keppninni í golfi.
Guardiola með fjölskyldu sinni á Ryder-keppninni í golfi. Nordic Photos / Getty Images
Pep Guardiola er mögulega á leið til AC Milan, Manchester City eða Chelsea samkvæmt umboðsmanni hans.

„Það gæti allt gerst á næsta ári," sagði umboðsmaðurinn Jose Maria Orobitg í útvarpsviðtali á Ítalíu.

„Ég tala reglulega við Galliani [varaforseta AC Milan] og er hann alltaf mjög vinalegur. Samband okkar er gott. Hver veit hvað gerist í framtíðinni?"

Guardiola var sem kunnugt er stjóri Barcelona þar til í sumar en hann býr nú í New York þar sem hann er í fríi frá knattspyrnunni.

„Milan er einn möguleiki, sem og Manchester City og Chelsea. Pep er að taka við tilboðum og meta þau. En Guardiola mun ekki þjálfa á þessu ári. Við munum ræða það í júní."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×