Erlent

Skaut sig á heimili sænska forsætisráðherrans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fredrik Reinfeldt var ekki heima þegar atvikið varð.
Fredrik Reinfeldt var ekki heima þegar atvikið varð. Mynd/ AFP.
Karlmaður fannst látinn á heimili Fredriks Reinfeldts, forsætisráðherra Svíþjóðar, í dag. Eftir að maðurinn fannst var fjöldi lækna og lögregluþjóna kallaður á staðinn. Í blaðinu Expressen kemur fram að maðurinn sé öryggisvörður og Aftonbladet fullyrðir að maðurinn hafi skotið sjálfan sig. Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra var ekki heima þegar atvikið varð, segir Marcus Friberg, upplýsingaráðherra forsætisráðherrans, í samtali við sænska ríkissjónvarpið.

Ítarleg umfjöllun er um manninn á vef Aftonbladet. Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu Aftonbladet.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×