Segir myndband tilbúning og hótar málaferlum út af hlekk 31. október 2012 14:43 Guðmundur Örn Jóhannsson. "Umrætt myndband er tilbúningur einn af ónefndum aðila sem gert er í þeim tilgangi að skaða æru og trúverðugleika undirritaðs og eftir atvikum þeim samtökum sem undirritaður hefur starfað hjá sem framkvæmdastjóri. Eru hin "meintu svik" auk þess sett upp með þeim hætti að þau kunna að skaða orðspor Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þá skal tekið fram að það sem fram kemur í umræddu myndbandi er slitið úr öllu samhengi og afbakað með öllu," segir í bréfi Guðmundar Arnar Jóhannssonar sem hann sendi Vísir.is í morgun, en þar hótar hann lögsókn ef Vísir fjarlægir ekki hlekk á myndband á Youtube með samskiptum Guðmundar við annan mann. Í þessum samskiptum virðast koma fram áform um peningaþvætti og gjaldeyrisbrask. Guðmundur Örn er framkvæmdastjóri Landsbjargar, en hann vék tímabundið frá störfum í gær vegna málsins. Í myndbandinu ræðir hann við Bóas Ragnar Bóasson athafnamann, en Guðmundur Örn hefur kært hann fyrir fjárdrátt og skjalasvik. Þannig á Bóas að hafa stolið um hundrað milljónum af Guðmundi og athafnamanninum Sigurði Kolbeinssyni, sem sendi fréttastofu yfirlýsingu í morgun þar sem hann áréttaði að búið væri að kæra Bóas fyrir fjársvik. Í samtali í morgun og í dag sagðist Guðmundur ekki ætla að tjá sig öðruvísi um málið en með því að senda yfirlýsingu á fjölmiðla. Sú yfirlýsing hefur ekki enn borist. Í DV í dag er rætt við Guðmund en þar vill hann ekki ræða viðskiptin sem fram koma á myndbandinu ítarlega. Þráspurður um eðli viðskiptanna af blaðamanni DV svaraði hann því til að hann vildi ekki ræða viðskiptin ítarlega. Í skilaboðum Guðmundar í morgun til fréttastofu sagði svo að ef myndbandshlekkur á Youtube yrði ekki tekinn út myndi hann kæra Vísi og eftir atvikum stjórnendur fyrir ærumeiðingar og eftir atvikum brot á friðhelgi einkalífsins. Því hefur verið ákveðið að fjarlægja hlekkinn af vefnum í bili. Aftur á móti má finna frétt um málið á dv.is, þar sem lesendur geta kynnt sér málið frekar. Tengdar fréttir Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn "Við erum bara að lýsa upp í öll horn,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins var birt á netinu. 31. október 2012 10:37 Segir Bóas hafa verið kærðan fyrir stórfelld fjársvik Sigurður K. Kolbeinsson, eða Siggi eins og hann er kallaður í umdeildu myndbandi á Youtube, segir í yfirlýsingu sem hann sendi á fréttastofu að Bóas Ragnar Bóasson athafnamaður, sé ábyrgur fyrir myndbandinu þar sem fram koma alvarlega ásakanir á hendur framkvæmdastjóra Landsbjargar. 31. október 2012 11:36 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
"Umrætt myndband er tilbúningur einn af ónefndum aðila sem gert er í þeim tilgangi að skaða æru og trúverðugleika undirritaðs og eftir atvikum þeim samtökum sem undirritaður hefur starfað hjá sem framkvæmdastjóri. Eru hin "meintu svik" auk þess sett upp með þeim hætti að þau kunna að skaða orðspor Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þá skal tekið fram að það sem fram kemur í umræddu myndbandi er slitið úr öllu samhengi og afbakað með öllu," segir í bréfi Guðmundar Arnar Jóhannssonar sem hann sendi Vísir.is í morgun, en þar hótar hann lögsókn ef Vísir fjarlægir ekki hlekk á myndband á Youtube með samskiptum Guðmundar við annan mann. Í þessum samskiptum virðast koma fram áform um peningaþvætti og gjaldeyrisbrask. Guðmundur Örn er framkvæmdastjóri Landsbjargar, en hann vék tímabundið frá störfum í gær vegna málsins. Í myndbandinu ræðir hann við Bóas Ragnar Bóasson athafnamann, en Guðmundur Örn hefur kært hann fyrir fjárdrátt og skjalasvik. Þannig á Bóas að hafa stolið um hundrað milljónum af Guðmundi og athafnamanninum Sigurði Kolbeinssyni, sem sendi fréttastofu yfirlýsingu í morgun þar sem hann áréttaði að búið væri að kæra Bóas fyrir fjársvik. Í samtali í morgun og í dag sagðist Guðmundur ekki ætla að tjá sig öðruvísi um málið en með því að senda yfirlýsingu á fjölmiðla. Sú yfirlýsing hefur ekki enn borist. Í DV í dag er rætt við Guðmund en þar vill hann ekki ræða viðskiptin sem fram koma á myndbandinu ítarlega. Þráspurður um eðli viðskiptanna af blaðamanni DV svaraði hann því til að hann vildi ekki ræða viðskiptin ítarlega. Í skilaboðum Guðmundar í morgun til fréttastofu sagði svo að ef myndbandshlekkur á Youtube yrði ekki tekinn út myndi hann kæra Vísi og eftir atvikum stjórnendur fyrir ærumeiðingar og eftir atvikum brot á friðhelgi einkalífsins. Því hefur verið ákveðið að fjarlægja hlekkinn af vefnum í bili. Aftur á móti má finna frétt um málið á dv.is, þar sem lesendur geta kynnt sér málið frekar.
Tengdar fréttir Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn "Við erum bara að lýsa upp í öll horn,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins var birt á netinu. 31. október 2012 10:37 Segir Bóas hafa verið kærðan fyrir stórfelld fjársvik Sigurður K. Kolbeinsson, eða Siggi eins og hann er kallaður í umdeildu myndbandi á Youtube, segir í yfirlýsingu sem hann sendi á fréttastofu að Bóas Ragnar Bóasson athafnamaður, sé ábyrgur fyrir myndbandinu þar sem fram koma alvarlega ásakanir á hendur framkvæmdastjóra Landsbjargar. 31. október 2012 11:36 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn "Við erum bara að lýsa upp í öll horn,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins var birt á netinu. 31. október 2012 10:37
Segir Bóas hafa verið kærðan fyrir stórfelld fjársvik Sigurður K. Kolbeinsson, eða Siggi eins og hann er kallaður í umdeildu myndbandi á Youtube, segir í yfirlýsingu sem hann sendi á fréttastofu að Bóas Ragnar Bóasson athafnamaður, sé ábyrgur fyrir myndbandinu þar sem fram koma alvarlega ásakanir á hendur framkvæmdastjóra Landsbjargar. 31. október 2012 11:36