Segir myndband tilbúning og hótar málaferlum út af hlekk 31. október 2012 14:43 Guðmundur Örn Jóhannsson. "Umrætt myndband er tilbúningur einn af ónefndum aðila sem gert er í þeim tilgangi að skaða æru og trúverðugleika undirritaðs og eftir atvikum þeim samtökum sem undirritaður hefur starfað hjá sem framkvæmdastjóri. Eru hin "meintu svik" auk þess sett upp með þeim hætti að þau kunna að skaða orðspor Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þá skal tekið fram að það sem fram kemur í umræddu myndbandi er slitið úr öllu samhengi og afbakað með öllu," segir í bréfi Guðmundar Arnar Jóhannssonar sem hann sendi Vísir.is í morgun, en þar hótar hann lögsókn ef Vísir fjarlægir ekki hlekk á myndband á Youtube með samskiptum Guðmundar við annan mann. Í þessum samskiptum virðast koma fram áform um peningaþvætti og gjaldeyrisbrask. Guðmundur Örn er framkvæmdastjóri Landsbjargar, en hann vék tímabundið frá störfum í gær vegna málsins. Í myndbandinu ræðir hann við Bóas Ragnar Bóasson athafnamann, en Guðmundur Örn hefur kært hann fyrir fjárdrátt og skjalasvik. Þannig á Bóas að hafa stolið um hundrað milljónum af Guðmundi og athafnamanninum Sigurði Kolbeinssyni, sem sendi fréttastofu yfirlýsingu í morgun þar sem hann áréttaði að búið væri að kæra Bóas fyrir fjársvik. Í samtali í morgun og í dag sagðist Guðmundur ekki ætla að tjá sig öðruvísi um málið en með því að senda yfirlýsingu á fjölmiðla. Sú yfirlýsing hefur ekki enn borist. Í DV í dag er rætt við Guðmund en þar vill hann ekki ræða viðskiptin sem fram koma á myndbandinu ítarlega. Þráspurður um eðli viðskiptanna af blaðamanni DV svaraði hann því til að hann vildi ekki ræða viðskiptin ítarlega. Í skilaboðum Guðmundar í morgun til fréttastofu sagði svo að ef myndbandshlekkur á Youtube yrði ekki tekinn út myndi hann kæra Vísi og eftir atvikum stjórnendur fyrir ærumeiðingar og eftir atvikum brot á friðhelgi einkalífsins. Því hefur verið ákveðið að fjarlægja hlekkinn af vefnum í bili. Aftur á móti má finna frétt um málið á dv.is, þar sem lesendur geta kynnt sér málið frekar. Tengdar fréttir Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn "Við erum bara að lýsa upp í öll horn,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins var birt á netinu. 31. október 2012 10:37 Segir Bóas hafa verið kærðan fyrir stórfelld fjársvik Sigurður K. Kolbeinsson, eða Siggi eins og hann er kallaður í umdeildu myndbandi á Youtube, segir í yfirlýsingu sem hann sendi á fréttastofu að Bóas Ragnar Bóasson athafnamaður, sé ábyrgur fyrir myndbandinu þar sem fram koma alvarlega ásakanir á hendur framkvæmdastjóra Landsbjargar. 31. október 2012 11:36 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
"Umrætt myndband er tilbúningur einn af ónefndum aðila sem gert er í þeim tilgangi að skaða æru og trúverðugleika undirritaðs og eftir atvikum þeim samtökum sem undirritaður hefur starfað hjá sem framkvæmdastjóri. Eru hin "meintu svik" auk þess sett upp með þeim hætti að þau kunna að skaða orðspor Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þá skal tekið fram að það sem fram kemur í umræddu myndbandi er slitið úr öllu samhengi og afbakað með öllu," segir í bréfi Guðmundar Arnar Jóhannssonar sem hann sendi Vísir.is í morgun, en þar hótar hann lögsókn ef Vísir fjarlægir ekki hlekk á myndband á Youtube með samskiptum Guðmundar við annan mann. Í þessum samskiptum virðast koma fram áform um peningaþvætti og gjaldeyrisbrask. Guðmundur Örn er framkvæmdastjóri Landsbjargar, en hann vék tímabundið frá störfum í gær vegna málsins. Í myndbandinu ræðir hann við Bóas Ragnar Bóasson athafnamann, en Guðmundur Örn hefur kært hann fyrir fjárdrátt og skjalasvik. Þannig á Bóas að hafa stolið um hundrað milljónum af Guðmundi og athafnamanninum Sigurði Kolbeinssyni, sem sendi fréttastofu yfirlýsingu í morgun þar sem hann áréttaði að búið væri að kæra Bóas fyrir fjársvik. Í samtali í morgun og í dag sagðist Guðmundur ekki ætla að tjá sig öðruvísi um málið en með því að senda yfirlýsingu á fjölmiðla. Sú yfirlýsing hefur ekki enn borist. Í DV í dag er rætt við Guðmund en þar vill hann ekki ræða viðskiptin sem fram koma á myndbandinu ítarlega. Þráspurður um eðli viðskiptanna af blaðamanni DV svaraði hann því til að hann vildi ekki ræða viðskiptin ítarlega. Í skilaboðum Guðmundar í morgun til fréttastofu sagði svo að ef myndbandshlekkur á Youtube yrði ekki tekinn út myndi hann kæra Vísi og eftir atvikum stjórnendur fyrir ærumeiðingar og eftir atvikum brot á friðhelgi einkalífsins. Því hefur verið ákveðið að fjarlægja hlekkinn af vefnum í bili. Aftur á móti má finna frétt um málið á dv.is, þar sem lesendur geta kynnt sér málið frekar.
Tengdar fréttir Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn "Við erum bara að lýsa upp í öll horn,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins var birt á netinu. 31. október 2012 10:37 Segir Bóas hafa verið kærðan fyrir stórfelld fjársvik Sigurður K. Kolbeinsson, eða Siggi eins og hann er kallaður í umdeildu myndbandi á Youtube, segir í yfirlýsingu sem hann sendi á fréttastofu að Bóas Ragnar Bóasson athafnamaður, sé ábyrgur fyrir myndbandinu þar sem fram koma alvarlega ásakanir á hendur framkvæmdastjóra Landsbjargar. 31. október 2012 11:36 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn "Við erum bara að lýsa upp í öll horn,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins var birt á netinu. 31. október 2012 10:37
Segir Bóas hafa verið kærðan fyrir stórfelld fjársvik Sigurður K. Kolbeinsson, eða Siggi eins og hann er kallaður í umdeildu myndbandi á Youtube, segir í yfirlýsingu sem hann sendi á fréttastofu að Bóas Ragnar Bóasson athafnamaður, sé ábyrgur fyrir myndbandinu þar sem fram koma alvarlega ásakanir á hendur framkvæmdastjóra Landsbjargar. 31. október 2012 11:36