Rúmið titraði stanslaust Hugrún Halldórsdóttir skrifar 21. október 2012 13:59 Frá Siglufirði. Margir Siglfirðingar voru óttaslegnir í nótt þegar jarðskjálftarnir gengu yfir. Þar á meðal Birna Kristín Eiríksdóttir. „Við vorum á leiðinni í rúmið um ellefuleytið og svo milli ellefu og tólf þá er allt í einu eins og vörubíll hafi keyrt á húsið. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því hvað þetta væri og það fór eiginlega ekki á milli mála því svo komu margir skjálftar í kjölfarið og það var á tímabili þannig að rúmið titraði stanslaust. Það var verið að vagga manni í svefn svona í rólegheitum. Þetta var frekar magnað. Svo var maður rétt að ná að festa svefn aftur þegar stóri skjálftinn reið yfir og þá hélt ég að ég yrði ekki eldri. Þá reif ég litluna mína sem er 7 vikna beint úr rúminu sínu og við hlupum inn í dyragætt og stóðum þar á meðan allt gekk yfir. Þetta var svaka hávaði og mikil læti. Við vorum svo sem mjög heppin hér því það var ekkert sem skemmdist eða neitt svoleiðis," segir Birna. Birna segir kirkjuklukkur hafa hringt af völdum skjálftanna og að hún viti til þess að rúður hafi brotnað og munir fallir úr skápum og hillum. „Það hrundi svolítið úr hillum hjá einni frænku okkar. Hún var nú búin að klæða sig upp og ætlaði bara að fara út úr bænum. Þetta er svaka reynsla, þetta hreyfir við móðurhjartanu þegar maður er nýbúinn að eignast barn. Maður var frekar hræddur, það get ég sagt þér," segir hún.Já, það hefur verið hræðsla hjá fólkinu á svæðinu? „Já, það var töluverð hræðsla, ég sá það bara á Facebook. Það voru bara meira og minna allir sem maður þekkir sem búa hérna vakandi og voru að fylgjast með þessu og eru frekar vansvefta. Þetta verður sennilega draugabærinn í dag," segir BirnaHafið þið fundið einhverja skjálfta síðasta klukkutímann, síðustu tvo? „Nei, annað hvort er maður búinn að aðlagast þessu eða eitthvað. Það eru einhverjir litlir skjálftar í gangi en maður tekur ekkert eftir þeim, þetta er að verða búið. Sem er frábært," segir Birna Kristín Eiríksdóttir, sem stödd er á Siglufirði. Tengdar fréttir Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21. október 2012 12:41 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Margir Siglfirðingar voru óttaslegnir í nótt þegar jarðskjálftarnir gengu yfir. Þar á meðal Birna Kristín Eiríksdóttir. „Við vorum á leiðinni í rúmið um ellefuleytið og svo milli ellefu og tólf þá er allt í einu eins og vörubíll hafi keyrt á húsið. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því hvað þetta væri og það fór eiginlega ekki á milli mála því svo komu margir skjálftar í kjölfarið og það var á tímabili þannig að rúmið titraði stanslaust. Það var verið að vagga manni í svefn svona í rólegheitum. Þetta var frekar magnað. Svo var maður rétt að ná að festa svefn aftur þegar stóri skjálftinn reið yfir og þá hélt ég að ég yrði ekki eldri. Þá reif ég litluna mína sem er 7 vikna beint úr rúminu sínu og við hlupum inn í dyragætt og stóðum þar á meðan allt gekk yfir. Þetta var svaka hávaði og mikil læti. Við vorum svo sem mjög heppin hér því það var ekkert sem skemmdist eða neitt svoleiðis," segir Birna. Birna segir kirkjuklukkur hafa hringt af völdum skjálftanna og að hún viti til þess að rúður hafi brotnað og munir fallir úr skápum og hillum. „Það hrundi svolítið úr hillum hjá einni frænku okkar. Hún var nú búin að klæða sig upp og ætlaði bara að fara út úr bænum. Þetta er svaka reynsla, þetta hreyfir við móðurhjartanu þegar maður er nýbúinn að eignast barn. Maður var frekar hræddur, það get ég sagt þér," segir hún.Já, það hefur verið hræðsla hjá fólkinu á svæðinu? „Já, það var töluverð hræðsla, ég sá það bara á Facebook. Það voru bara meira og minna allir sem maður þekkir sem búa hérna vakandi og voru að fylgjast með þessu og eru frekar vansvefta. Þetta verður sennilega draugabærinn í dag," segir BirnaHafið þið fundið einhverja skjálfta síðasta klukkutímann, síðustu tvo? „Nei, annað hvort er maður búinn að aðlagast þessu eða eitthvað. Það eru einhverjir litlir skjálftar í gangi en maður tekur ekkert eftir þeim, þetta er að verða búið. Sem er frábært," segir Birna Kristín Eiríksdóttir, sem stödd er á Siglufirði.
Tengdar fréttir Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21. október 2012 12:41 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21. október 2012 12:41
Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34