Rúmið titraði stanslaust Hugrún Halldórsdóttir skrifar 21. október 2012 13:59 Frá Siglufirði. Margir Siglfirðingar voru óttaslegnir í nótt þegar jarðskjálftarnir gengu yfir. Þar á meðal Birna Kristín Eiríksdóttir. „Við vorum á leiðinni í rúmið um ellefuleytið og svo milli ellefu og tólf þá er allt í einu eins og vörubíll hafi keyrt á húsið. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því hvað þetta væri og það fór eiginlega ekki á milli mála því svo komu margir skjálftar í kjölfarið og það var á tímabili þannig að rúmið titraði stanslaust. Það var verið að vagga manni í svefn svona í rólegheitum. Þetta var frekar magnað. Svo var maður rétt að ná að festa svefn aftur þegar stóri skjálftinn reið yfir og þá hélt ég að ég yrði ekki eldri. Þá reif ég litluna mína sem er 7 vikna beint úr rúminu sínu og við hlupum inn í dyragætt og stóðum þar á meðan allt gekk yfir. Þetta var svaka hávaði og mikil læti. Við vorum svo sem mjög heppin hér því það var ekkert sem skemmdist eða neitt svoleiðis," segir Birna. Birna segir kirkjuklukkur hafa hringt af völdum skjálftanna og að hún viti til þess að rúður hafi brotnað og munir fallir úr skápum og hillum. „Það hrundi svolítið úr hillum hjá einni frænku okkar. Hún var nú búin að klæða sig upp og ætlaði bara að fara út úr bænum. Þetta er svaka reynsla, þetta hreyfir við móðurhjartanu þegar maður er nýbúinn að eignast barn. Maður var frekar hræddur, það get ég sagt þér," segir hún.Já, það hefur verið hræðsla hjá fólkinu á svæðinu? „Já, það var töluverð hræðsla, ég sá það bara á Facebook. Það voru bara meira og minna allir sem maður þekkir sem búa hérna vakandi og voru að fylgjast með þessu og eru frekar vansvefta. Þetta verður sennilega draugabærinn í dag," segir BirnaHafið þið fundið einhverja skjálfta síðasta klukkutímann, síðustu tvo? „Nei, annað hvort er maður búinn að aðlagast þessu eða eitthvað. Það eru einhverjir litlir skjálftar í gangi en maður tekur ekkert eftir þeim, þetta er að verða búið. Sem er frábært," segir Birna Kristín Eiríksdóttir, sem stödd er á Siglufirði. Tengdar fréttir Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21. október 2012 12:41 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Margir Siglfirðingar voru óttaslegnir í nótt þegar jarðskjálftarnir gengu yfir. Þar á meðal Birna Kristín Eiríksdóttir. „Við vorum á leiðinni í rúmið um ellefuleytið og svo milli ellefu og tólf þá er allt í einu eins og vörubíll hafi keyrt á húsið. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því hvað þetta væri og það fór eiginlega ekki á milli mála því svo komu margir skjálftar í kjölfarið og það var á tímabili þannig að rúmið titraði stanslaust. Það var verið að vagga manni í svefn svona í rólegheitum. Þetta var frekar magnað. Svo var maður rétt að ná að festa svefn aftur þegar stóri skjálftinn reið yfir og þá hélt ég að ég yrði ekki eldri. Þá reif ég litluna mína sem er 7 vikna beint úr rúminu sínu og við hlupum inn í dyragætt og stóðum þar á meðan allt gekk yfir. Þetta var svaka hávaði og mikil læti. Við vorum svo sem mjög heppin hér því það var ekkert sem skemmdist eða neitt svoleiðis," segir Birna. Birna segir kirkjuklukkur hafa hringt af völdum skjálftanna og að hún viti til þess að rúður hafi brotnað og munir fallir úr skápum og hillum. „Það hrundi svolítið úr hillum hjá einni frænku okkar. Hún var nú búin að klæða sig upp og ætlaði bara að fara út úr bænum. Þetta er svaka reynsla, þetta hreyfir við móðurhjartanu þegar maður er nýbúinn að eignast barn. Maður var frekar hræddur, það get ég sagt þér," segir hún.Já, það hefur verið hræðsla hjá fólkinu á svæðinu? „Já, það var töluverð hræðsla, ég sá það bara á Facebook. Það voru bara meira og minna allir sem maður þekkir sem búa hérna vakandi og voru að fylgjast með þessu og eru frekar vansvefta. Þetta verður sennilega draugabærinn í dag," segir BirnaHafið þið fundið einhverja skjálfta síðasta klukkutímann, síðustu tvo? „Nei, annað hvort er maður búinn að aðlagast þessu eða eitthvað. Það eru einhverjir litlir skjálftar í gangi en maður tekur ekkert eftir þeim, þetta er að verða búið. Sem er frábært," segir Birna Kristín Eiríksdóttir, sem stödd er á Siglufirði.
Tengdar fréttir Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21. október 2012 12:41 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21. október 2012 12:41
Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34