Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Hugrún Halldórsdóttir skrifar 21. október 2012 12:41 Á Siglufirði féll þessi stytta um koll og myndin fyrir ofan færðist til í einum skjálftanum. Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi en þeir eiga upptök sín um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. Sá stærsti, að stærðinni fimm komma tveir, varð um hálftvöleytið í nótt og sá fannst greinilega víða að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. „Hans var mjög harkalega vart á Siglufirði. Hann fannst mjög víða við utanverðan Eyjafjörð, Skagafjörð og Vestur-Húnavatnssýslu. Einhver þykist hafa orðið var við skjálftann hér í Reykjavík en það er mjög mikil næmni ef einnhver hefur orðið var við hann þar," segir Ragnar. Margir skjálftar hafa verið yfir þrír að stærð og mældist einn 3,5 nú rétt fyrir sjö í morgun. Um hálfellefuleytið mældist einn upp á þrjá og nú rétt fyrir tólf varð einn sem mældist þrír komma fimm. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki eða tjón á eignum en skjálftarnir eru svokallaðir brotaskjálftar á þekktu jarðskjálftasvæði og ekki undanfari eldsumbrota. „Þessir skjálftar verða oft á bilinu 4-5. Þeir geta orðið það stórir en yfirleitt ekki stærri. Þetta er stærri svona hrina heldur en hefur orðið í sennilega tvo áratugi á þessum slóðum sem maður getur fullyrt," segir Ragnar. Heldur hefur dregið úr tíðni skjálftanna frá því klukkan hálf átta en hrinan gæti tekið sig upp aftur og ekki er hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir fjóra að stærð. Þá má búast við eftirskjálftum næstu daga og jafnvel vikur. „Það er nú lang líklegast að það gerist ekki mikið meira þarna á þessum slóðum núna. Hitt er svo annað mál að þessi hreyfing sem þarna verður getur haft áhrif á önnu svæði, til að ýta við öðrum svæðum," segir Ragnar og bendir í sömu andrá á að ekki sé langt í frekar stóran jarðskjálfta á Skjálfandaflóa, á svæðinu milli Húsavíkur og Flateyjar. „Það er ekkert sem við getum sagt að geti komið beint í kjölfar á þessu en það má segja að það er eðlilegt að hafa sérstaka gát í framhaldi af svona skjálftum," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Tengdar fréttir Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi en þeir eiga upptök sín um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. Sá stærsti, að stærðinni fimm komma tveir, varð um hálftvöleytið í nótt og sá fannst greinilega víða að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. „Hans var mjög harkalega vart á Siglufirði. Hann fannst mjög víða við utanverðan Eyjafjörð, Skagafjörð og Vestur-Húnavatnssýslu. Einhver þykist hafa orðið var við skjálftann hér í Reykjavík en það er mjög mikil næmni ef einnhver hefur orðið var við hann þar," segir Ragnar. Margir skjálftar hafa verið yfir þrír að stærð og mældist einn 3,5 nú rétt fyrir sjö í morgun. Um hálfellefuleytið mældist einn upp á þrjá og nú rétt fyrir tólf varð einn sem mældist þrír komma fimm. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki eða tjón á eignum en skjálftarnir eru svokallaðir brotaskjálftar á þekktu jarðskjálftasvæði og ekki undanfari eldsumbrota. „Þessir skjálftar verða oft á bilinu 4-5. Þeir geta orðið það stórir en yfirleitt ekki stærri. Þetta er stærri svona hrina heldur en hefur orðið í sennilega tvo áratugi á þessum slóðum sem maður getur fullyrt," segir Ragnar. Heldur hefur dregið úr tíðni skjálftanna frá því klukkan hálf átta en hrinan gæti tekið sig upp aftur og ekki er hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir fjóra að stærð. Þá má búast við eftirskjálftum næstu daga og jafnvel vikur. „Það er nú lang líklegast að það gerist ekki mikið meira þarna á þessum slóðum núna. Hitt er svo annað mál að þessi hreyfing sem þarna verður getur haft áhrif á önnu svæði, til að ýta við öðrum svæðum," segir Ragnar og bendir í sömu andrá á að ekki sé langt í frekar stóran jarðskjálfta á Skjálfandaflóa, á svæðinu milli Húsavíkur og Flateyjar. „Það er ekkert sem við getum sagt að geti komið beint í kjölfar á þessu en það má segja að það er eðlilegt að hafa sérstaka gát í framhaldi af svona skjálftum," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur.
Tengdar fréttir Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05
Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34