Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Hugrún Halldórsdóttir skrifar 21. október 2012 12:41 Á Siglufirði féll þessi stytta um koll og myndin fyrir ofan færðist til í einum skjálftanum. Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi en þeir eiga upptök sín um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. Sá stærsti, að stærðinni fimm komma tveir, varð um hálftvöleytið í nótt og sá fannst greinilega víða að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. „Hans var mjög harkalega vart á Siglufirði. Hann fannst mjög víða við utanverðan Eyjafjörð, Skagafjörð og Vestur-Húnavatnssýslu. Einhver þykist hafa orðið var við skjálftann hér í Reykjavík en það er mjög mikil næmni ef einnhver hefur orðið var við hann þar," segir Ragnar. Margir skjálftar hafa verið yfir þrír að stærð og mældist einn 3,5 nú rétt fyrir sjö í morgun. Um hálfellefuleytið mældist einn upp á þrjá og nú rétt fyrir tólf varð einn sem mældist þrír komma fimm. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki eða tjón á eignum en skjálftarnir eru svokallaðir brotaskjálftar á þekktu jarðskjálftasvæði og ekki undanfari eldsumbrota. „Þessir skjálftar verða oft á bilinu 4-5. Þeir geta orðið það stórir en yfirleitt ekki stærri. Þetta er stærri svona hrina heldur en hefur orðið í sennilega tvo áratugi á þessum slóðum sem maður getur fullyrt," segir Ragnar. Heldur hefur dregið úr tíðni skjálftanna frá því klukkan hálf átta en hrinan gæti tekið sig upp aftur og ekki er hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir fjóra að stærð. Þá má búast við eftirskjálftum næstu daga og jafnvel vikur. „Það er nú lang líklegast að það gerist ekki mikið meira þarna á þessum slóðum núna. Hitt er svo annað mál að þessi hreyfing sem þarna verður getur haft áhrif á önnu svæði, til að ýta við öðrum svæðum," segir Ragnar og bendir í sömu andrá á að ekki sé langt í frekar stóran jarðskjálfta á Skjálfandaflóa, á svæðinu milli Húsavíkur og Flateyjar. „Það er ekkert sem við getum sagt að geti komið beint í kjölfar á þessu en það má segja að það er eðlilegt að hafa sérstaka gát í framhaldi af svona skjálftum," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Tengdar fréttir Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi en þeir eiga upptök sín um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. Sá stærsti, að stærðinni fimm komma tveir, varð um hálftvöleytið í nótt og sá fannst greinilega víða að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. „Hans var mjög harkalega vart á Siglufirði. Hann fannst mjög víða við utanverðan Eyjafjörð, Skagafjörð og Vestur-Húnavatnssýslu. Einhver þykist hafa orðið var við skjálftann hér í Reykjavík en það er mjög mikil næmni ef einnhver hefur orðið var við hann þar," segir Ragnar. Margir skjálftar hafa verið yfir þrír að stærð og mældist einn 3,5 nú rétt fyrir sjö í morgun. Um hálfellefuleytið mældist einn upp á þrjá og nú rétt fyrir tólf varð einn sem mældist þrír komma fimm. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki eða tjón á eignum en skjálftarnir eru svokallaðir brotaskjálftar á þekktu jarðskjálftasvæði og ekki undanfari eldsumbrota. „Þessir skjálftar verða oft á bilinu 4-5. Þeir geta orðið það stórir en yfirleitt ekki stærri. Þetta er stærri svona hrina heldur en hefur orðið í sennilega tvo áratugi á þessum slóðum sem maður getur fullyrt," segir Ragnar. Heldur hefur dregið úr tíðni skjálftanna frá því klukkan hálf átta en hrinan gæti tekið sig upp aftur og ekki er hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir fjóra að stærð. Þá má búast við eftirskjálftum næstu daga og jafnvel vikur. „Það er nú lang líklegast að það gerist ekki mikið meira þarna á þessum slóðum núna. Hitt er svo annað mál að þessi hreyfing sem þarna verður getur haft áhrif á önnu svæði, til að ýta við öðrum svæðum," segir Ragnar og bendir í sömu andrá á að ekki sé langt í frekar stóran jarðskjálfta á Skjálfandaflóa, á svæðinu milli Húsavíkur og Flateyjar. „Það er ekkert sem við getum sagt að geti komið beint í kjölfar á þessu en það má segja að það er eðlilegt að hafa sérstaka gát í framhaldi af svona skjálftum," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur.
Tengdar fréttir Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05
Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34