Lífið

Byggir upp líf sitt eftir skelfilega lífsreynslu

„Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þættinum og áhorfið hefur verið eftir því," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir stjórnandi Neyðarlínunnar á Stöð 2 en þriðji þátturinn fer í loftið í kvöld.

Sá fyrsti fjallaði um unga konu sem fór í hjartastopp og annar um barnsfæðingu í bíl, en þátturinn í kvöld er um Júlíus Má Baldursson bónda á Tjörn á Vatnsnesi sem missti allt sitt í bruna fyrir tveimur árum.

„Það muna mjög margir eftir þessum eldsvoða enda var hann töluvert í fréttum," segir Sigrún Ósk. „Þetta er ótrúleg saga manns sem hefur unnið þrekvirki í að byggja sitt upp að nýju eftir skelfilega lífsreynslu."

Þátturinn um Júlíus hefst klukkan 20.10 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×