Hrikalega stór lömb í Djúpinu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2012 22:30 Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. „Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt". Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á hverju ári, þá með fimm efstu. Afurðameira sauðfé finnst vart á landinu og streyma sauðfjárbændur til Indriða í hrönnum á haustin til að kaupa af honum líflömb. Kynbótalömb þaðan eru seld á hverju hausti til á annað hundrað bænda vítt um land og í haust bættust 20 bú við. Þegar við spyrjum hver sé galdurinn nefnir hann framúrskarandi sauðfjárland í Djúpinu, stöðugar kynbætur en einnig þurfi stöðugt að hugsa vel um skepnurnar. Sauðkindin megi aldrei ganga úr holdum. „Ég hef stundum verið gapandi hissa yfir þegar þær koma af fjalli á haustin, - svoleiðis steinhissa á því hvað í ósköpum þessir dilkar geta hlaðið á sig af kjöti á þessum örstutta sumartíma." Indriði segist ekki gefa neinn fóðurbæti og þær séu ekki settar á fóðurkál. Haglendið sé undirstaðan en allir aðrir þættir verði einnig að vera í lagi. Landbúnaður Strandabyggð Um land allt Tengdar fréttir Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. „Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt". Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á hverju ári, þá með fimm efstu. Afurðameira sauðfé finnst vart á landinu og streyma sauðfjárbændur til Indriða í hrönnum á haustin til að kaupa af honum líflömb. Kynbótalömb þaðan eru seld á hverju hausti til á annað hundrað bænda vítt um land og í haust bættust 20 bú við. Þegar við spyrjum hver sé galdurinn nefnir hann framúrskarandi sauðfjárland í Djúpinu, stöðugar kynbætur en einnig þurfi stöðugt að hugsa vel um skepnurnar. Sauðkindin megi aldrei ganga úr holdum. „Ég hef stundum verið gapandi hissa yfir þegar þær koma af fjalli á haustin, - svoleiðis steinhissa á því hvað í ósköpum þessir dilkar geta hlaðið á sig af kjöti á þessum örstutta sumartíma." Indriði segist ekki gefa neinn fóðurbæti og þær séu ekki settar á fóðurkál. Haglendið sé undirstaðan en allir aðrir þættir verði einnig að vera í lagi.
Landbúnaður Strandabyggð Um land allt Tengdar fréttir Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47
Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30