Gæti hugsað sér að bakka aftur yfir Hildi - sviptur ökuréttindum ævilangt 29. október 2012 15:07 Eva Hauksdóttir reynir að hjálpa Hildi með undirskriftarsöfnun. Femínistanum Hildi Lilliendahl hefur verið úthýst af Facebook eftir að hún birti skjáskot af orðum manns sem heitir Stefán Heiðar Erlingsson. Ummælin birtust á Facebook-reikningi Stefáns en þar segir hann Hildi vera einu konuna sem hann gæti hugsað sér að bakka aftur yfir og stöðva bílinn ofan á líkama Hildar og skilja faratækið þar eftir í handbremsu. Þess má geta að árið 2009 var Stefán Heiðar sviptur ökuréttindum ævilangt þegar hann var fundinn sekur um að aka undir áhrifum fíkniefna. Eva Hauksdóttir, þjóðfélagsgagnrýnandi kemur Hildi til varnar og hefur hafið undirskriftarsöfnun þar sem hún krefst þess að Facebook láti af ritskoðunartilburðum sínum og gefi Hildi aftur aðgang að Facebook.Á bloggi sínu skrifar Eva um málið: „Ég er oft ósammála Hildi Lilliendahl en ég virði tjáningarfrelsi hennar. Ég hef stundum verið ósammála þeirri merkingu sem hún leggur í ummæli en ég hef ekki séð hana fara rangt með staðreyndir eða flíka gervirannsóknum". Hún bætir svo við: „Samkvæmt reglum fb [Facebook] er notendum óheimilt að birta skjáskot af fb nema með sérstöku leyfi. Reglurnar eru væntanlega settar í þeim tilgangi að vernda notendur gegn ýmisskonar misnotkun. Hugmyndin er varla sú að auðvelda pólitískar ofsóknir en með því að refsa þeim sem birta persónulegar árásir af þessu tagi, snúast reglurnar gegn markmiði sínu."Hildur Lilliendahl.Af þessum ástæðum hefur Eva hafið undirskriftarsöfnunina. Eva segist raunar ætla að gera það sama og Hildur, eða birta skjáskotið reglulega þannig að það sé alltaf sýnilegt á veggnum á hennar eigin Facebook-reikningi, eða þar til banninu hefur verið aflétt af Hildi eða hún sjálf útilokuð vegna sömu reglna. Um Stefán Heiðar er þó það að segja að hann var dæmdur fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni árið 2009. Þar var hann einnig sviptur ökuréttindum ævilangt en amfetamín, kókaín og kannabisefni fundust í blóðsýni sem tekin voru úr honum. Hér má aftur á móti nálgast undirskriftarsíðuna. Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
Femínistanum Hildi Lilliendahl hefur verið úthýst af Facebook eftir að hún birti skjáskot af orðum manns sem heitir Stefán Heiðar Erlingsson. Ummælin birtust á Facebook-reikningi Stefáns en þar segir hann Hildi vera einu konuna sem hann gæti hugsað sér að bakka aftur yfir og stöðva bílinn ofan á líkama Hildar og skilja faratækið þar eftir í handbremsu. Þess má geta að árið 2009 var Stefán Heiðar sviptur ökuréttindum ævilangt þegar hann var fundinn sekur um að aka undir áhrifum fíkniefna. Eva Hauksdóttir, þjóðfélagsgagnrýnandi kemur Hildi til varnar og hefur hafið undirskriftarsöfnun þar sem hún krefst þess að Facebook láti af ritskoðunartilburðum sínum og gefi Hildi aftur aðgang að Facebook.Á bloggi sínu skrifar Eva um málið: „Ég er oft ósammála Hildi Lilliendahl en ég virði tjáningarfrelsi hennar. Ég hef stundum verið ósammála þeirri merkingu sem hún leggur í ummæli en ég hef ekki séð hana fara rangt með staðreyndir eða flíka gervirannsóknum". Hún bætir svo við: „Samkvæmt reglum fb [Facebook] er notendum óheimilt að birta skjáskot af fb nema með sérstöku leyfi. Reglurnar eru væntanlega settar í þeim tilgangi að vernda notendur gegn ýmisskonar misnotkun. Hugmyndin er varla sú að auðvelda pólitískar ofsóknir en með því að refsa þeim sem birta persónulegar árásir af þessu tagi, snúast reglurnar gegn markmiði sínu."Hildur Lilliendahl.Af þessum ástæðum hefur Eva hafið undirskriftarsöfnunina. Eva segist raunar ætla að gera það sama og Hildur, eða birta skjáskotið reglulega þannig að það sé alltaf sýnilegt á veggnum á hennar eigin Facebook-reikningi, eða þar til banninu hefur verið aflétt af Hildi eða hún sjálf útilokuð vegna sömu reglna. Um Stefán Heiðar er þó það að segja að hann var dæmdur fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni árið 2009. Þar var hann einnig sviptur ökuréttindum ævilangt en amfetamín, kókaín og kannabisefni fundust í blóðsýni sem tekin voru úr honum. Hér má aftur á móti nálgast undirskriftarsíðuna.
Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira