Fótbolti

Aron Einar í leikbanni gegn Sviss

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Vilhelm
Landsliðsfyriliðinn Aron Einar Gunnarsson verður í banni þegar að Ísland mætir Sviss í undankeppni HM 2014 á þriðjudagskvöldið.

Aron Einar fékk áminningu í leik Albaníu og Íslands sem nú stendur yfir í Tirana en það fékk hann fyrir ansi litlar sakir.

En þar sem hann var þegar búinn að fá gult spjald í undankeppninni þarf hann nú að taka út leikbann gegn Sviss. Fyrra gula spjaldið fékk hann í leik Íslands og Noregs í byrjun síðasta mánaðar.

Staðan í leiknum ytra er 1-1 þegar þetta er skrifað en mark Íslands var skorað eftir langt innkast Arons Einars í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×