Fótbolti

Birkir fagnaði með nuddaranum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir fagnar markinu í kvöld.
Birkir fagnar markinu í kvöld. Mynd / AP
Birkir Bjarnason fagnaði marki sínu gegn Albaníu í kvöld með því að stökkva í fang Óðins Svanssonar, nuddara íslenska landsliðsins.

„Hann nuddaði mig fyrir leikinn og sagði að ég myndi skora," sagði Birkir í samtali við Vísi í kvöld en hann var vitanlega ánægður með 2-1 sigur.

„Þetta var samt skautlegur leikur og ég hef ekki spilað í svona mikilli rigningu áður," sagði Birkir. „Við byrjuðum samt ágætlega enda var völlurinn fínn í upphafi leiks."

„Við skoruðum fínt mark en svo kom þessi svakalega rigning. Þetta varð svo mikill baráttuleikur í seinni hálfleik en við ákváðum að bíða rólegir og sækja þegar við fengum færi til þess. Það tókst vel upp hjá okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×