Fótbolti

Albanir aðhafast ekki frekar vegna ummælanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Fram kemur á fréttavef Rúv að engir eftirmálar verði af hálfu knattspyrnusambands Albaníu vegna ummæla Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyriliða.

Haft er eftir talsmanni sambandsins, Liril Zalla, að Aron Einar og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi skýrt málið og beðist afsökunar. Það hafi dugað til að afgreiða málið úr sögunni.

Fram kom á blaðamannafundi KSÍ í gær að ekki hefði verið ákveðið hvernig tekið yrði á málinu innan sambandsins. Það verði gert eftir leikinn gegn Sviss á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×