Sveinn Arason: Upphlaup hjá fjárlaganefnd Erla Hlynsdóttir skrifar 1. október 2012 12:13 Ríkisendurskoðandi segir það hreint upphlaup hjá fjárlaganefnd að neita að afhenda honum frumvarp til umsagnar. Hann telur sig enn njóta fulls trausts forseta Alþingis. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis neitar að láta Ríkisendurskoðun fá fjáraukalagafrumvarpið til umsagnar vegna trúnaðarbrests sem kom upp vegna dráttar á skilum skýrslu í Oracle-málinu svokallaða. Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að hann hefði alls ekki brugðist trausti fjárlaganefndar í vinnu sinni fyrir þá nefnd. Hann bendir á að umræddri skýrslu á að skila til forsætisnefndar en ekki fjárlaganefndar. Spurður hvort honum sé hreinlega sætt áfram sem ríkisendurskoðandi segir Sveinn að hann líti svo á að meðan hann hafi traust forsætisnefndar sé eðlilegt að hann sitji áfram. Aðspurður hvort hann hafi fengið staðfest að hann njóti trausts þeirrar nefnda svarar Sveinn því að hann hafi hið minnsta ekki fengið vísbendingar um annað. Þá bendir hann á að forseti Alþingis hafi sent honum bréf þar sem ríkisendurskoðun er falið að ljúka skýrslunni fyrir októberlok og að þetta bréf sé í raun ígildi yfirlýsingar um að þarna ríki enn traust, þrátt fyrir að þar séu einnig ákúrur vegna dráttar á skilum. Sveinn segir að ríkisendurskoðun muni skýra fyrir forsætisnefnd og forseta Alþingis af hverju skilin drógust eins og raun ber vitni. Hann segir að þetta séu skýringar sem hann skuldi þeim og engum öðrum, og að það sé hreint upphlaup hjá fjárlaganefnd að „eigna sér" þetta mál, eins og Sveinn orðar það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst tal af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, vegna málsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekkert hafa heyrt frá forseta þingsins um fyrirhugaðan fund nefndarinnar vegna trúnaðarbrestsins. Nú er svokölluð kjördæmavika og næsti fundur nefndarinnar því ekki fyrr en á mánudag eftir viku. Hún segir að sér finnist beinlínis „kjánalegt" ef ekki verður fundað fyrr. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Ríkisendurskoðandi segir það hreint upphlaup hjá fjárlaganefnd að neita að afhenda honum frumvarp til umsagnar. Hann telur sig enn njóta fulls trausts forseta Alþingis. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis neitar að láta Ríkisendurskoðun fá fjáraukalagafrumvarpið til umsagnar vegna trúnaðarbrests sem kom upp vegna dráttar á skilum skýrslu í Oracle-málinu svokallaða. Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að hann hefði alls ekki brugðist trausti fjárlaganefndar í vinnu sinni fyrir þá nefnd. Hann bendir á að umræddri skýrslu á að skila til forsætisnefndar en ekki fjárlaganefndar. Spurður hvort honum sé hreinlega sætt áfram sem ríkisendurskoðandi segir Sveinn að hann líti svo á að meðan hann hafi traust forsætisnefndar sé eðlilegt að hann sitji áfram. Aðspurður hvort hann hafi fengið staðfest að hann njóti trausts þeirrar nefnda svarar Sveinn því að hann hafi hið minnsta ekki fengið vísbendingar um annað. Þá bendir hann á að forseti Alþingis hafi sent honum bréf þar sem ríkisendurskoðun er falið að ljúka skýrslunni fyrir októberlok og að þetta bréf sé í raun ígildi yfirlýsingar um að þarna ríki enn traust, þrátt fyrir að þar séu einnig ákúrur vegna dráttar á skilum. Sveinn segir að ríkisendurskoðun muni skýra fyrir forsætisnefnd og forseta Alþingis af hverju skilin drógust eins og raun ber vitni. Hann segir að þetta séu skýringar sem hann skuldi þeim og engum öðrum, og að það sé hreint upphlaup hjá fjárlaganefnd að „eigna sér" þetta mál, eins og Sveinn orðar það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst tal af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, vegna málsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekkert hafa heyrt frá forseta þingsins um fyrirhugaðan fund nefndarinnar vegna trúnaðarbrestsins. Nú er svokölluð kjördæmavika og næsti fundur nefndarinnar því ekki fyrr en á mánudag eftir viku. Hún segir að sér finnist beinlínis „kjánalegt" ef ekki verður fundað fyrr.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira