Íslenski boltinn

Þorvaldur verður áfram með Fram - nýr tveggja ára samningur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson. Mynd/Ernir
Þorvaldur Örlygsson verður áfram þjálfari Fram í Pepsi-deild karla en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í kvöld. Þetta kemur fram á heimasíðu Framara.

Þorvaldur hefur þjálfað Fram undanfarin fimm ár, liðið var í efri hluta deildarinnar fyrstu þrjú árin en hefur verið í fallbaráttu undanfarin tvö sumur.

Á heimasíðu Fram kemur fram að stefnt sé að ganga frá samningnum við alla núverandi leikmenn liðsins sem eru að verða samningslausir á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×