Innlent

Vilja efla heimspekikennslu á landinu

BBI skrifar
Mynd/Getty
Nokkrir þingmenn með Þór Saari fremstan í flokki lögðu fram þingsályktunartillögu í dag um að efla heimspekikennslu í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Lagt er til að á grunnskólastigi verði kenndur einn heimspekiáfangi á hverjum tveimur árum en á framhaldsskólastigi verði kenndur einn áfangi á hverju ári.Markmiðið er að heimspeki verði skyldufag á báðum skólaárum innan fjögurra ára og því er lagt til að mennta- og menningarmálaráðherra endurskoði aðalnámskrár grunnskóla og framhaldsskóla.Sérstaklega er vísað til 8. bindis skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Af skýrslunni má draga þann lærdóm að nauðsynlegt sé að efla siðfræðilega menntun allra fagstétta á Íslandi og umfræðu um gildi siðareglna. Það á að styrkja ábyrgðarkennd nemenda gagnvart samfélaginu og stuðla að gagnrýnni hugsun.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.Mynd/Vilhelm
Flutningsmenn tillögunnar eru Þór Saari, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ólína Þorvarðardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Lilja Mósesdóttir. Í greinargerð kemur fram að tillögurnar myndu fela í sér talsverða breytingu á aðalnámskrá og því sé æskilegt að ráðherra fái fjögur ár til að innleiða breytinguna.Tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi en hlaut ekki afgreiðslu.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.