"Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?“ 30. september 2012 21:00 Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað. Á fimmta tug Íslendinga vantar nú ný líffæri. Kjartan greindist þriggja ára með meðfæddan hjartagalla og gekkst undir þrjár opnar hjartaskurðaðgerðir fyrir 22 ára aldur. „Árið 2005 þá datt ég niður dáinn vestur í bæ og var svo heppinn að fá lífsbjörg. Og settur í mig bjargráður til að koma í veg fyrir að ég gæti dáið aftur svona óforvarandis. Sá bjargaði mér að minnsta kosti í tvígang," segir hann. Það var svo árið 2009 sem Kjartan var greindur með hjartabilun á lokastigi. „Ég var hættur að geta keyrt og ég var orðinn það slappur að aðgerð eins og að fara í úlpuna og skóna þýddi það að ég þurfti að hvíla mig áður en ég fór út í göngutúrinn, sem var þá vel innan við hálfur kílómetri og ég steinlá upp í sófa undir teppi." Tveimur vikum fyrir fimmtugsafmælið, í apríl 2010 fór Kjartan á biðlista eftir nýju hjarta. 19 vikum síðar fékk hann grænt ljós og fór til Svíþjóðar í ígræðslu. Hann hefur nú öðlast nýtt líf og hljóp léttilega í Hjartahlaupinu í morgun. „Það að geta í dag tekið þátt í tíu kílómetra hlaupi er bara út úr þessum heimi og einungis geranlegt út af nýja hjartanu." Átján Íslendingar eru nú á biðlista eftir líffæraígræðslu, auk þess eru tólf á undirbúningsstigi fyrir biðlista og sami fjöldi á undirbúningsstigi fyrir ígræðslu nýra frá lifandi gjafa. „Ég gat alveg beðið í mánuð, ég gat beðið í 2 mánuði, ár, 2 ár. Við vitum sögur af því að fólk hefur beðið eftir hjarta í 2 ár. Það er bara happdrætti." 80-90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri eftir andlát sitt en þó neita aðstandendur líffæragjöf í 40 prósentum tilfella. Þetta þykir Kjartani miður og hvetur hann landsmenn til að ræða málið. „Ef þú segir þínum nánustu að þú vilt láta nýta líffæri úr þér eftir þinn dag, ef til þess kæmi að þú deyrð ótímabærum dauða, þá er svo ofsalega mikið hægt að gera fyrir þá sem eru ofsalega veikir í dag. Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?" spyr hann að lokum. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað. Á fimmta tug Íslendinga vantar nú ný líffæri. Kjartan greindist þriggja ára með meðfæddan hjartagalla og gekkst undir þrjár opnar hjartaskurðaðgerðir fyrir 22 ára aldur. „Árið 2005 þá datt ég niður dáinn vestur í bæ og var svo heppinn að fá lífsbjörg. Og settur í mig bjargráður til að koma í veg fyrir að ég gæti dáið aftur svona óforvarandis. Sá bjargaði mér að minnsta kosti í tvígang," segir hann. Það var svo árið 2009 sem Kjartan var greindur með hjartabilun á lokastigi. „Ég var hættur að geta keyrt og ég var orðinn það slappur að aðgerð eins og að fara í úlpuna og skóna þýddi það að ég þurfti að hvíla mig áður en ég fór út í göngutúrinn, sem var þá vel innan við hálfur kílómetri og ég steinlá upp í sófa undir teppi." Tveimur vikum fyrir fimmtugsafmælið, í apríl 2010 fór Kjartan á biðlista eftir nýju hjarta. 19 vikum síðar fékk hann grænt ljós og fór til Svíþjóðar í ígræðslu. Hann hefur nú öðlast nýtt líf og hljóp léttilega í Hjartahlaupinu í morgun. „Það að geta í dag tekið þátt í tíu kílómetra hlaupi er bara út úr þessum heimi og einungis geranlegt út af nýja hjartanu." Átján Íslendingar eru nú á biðlista eftir líffæraígræðslu, auk þess eru tólf á undirbúningsstigi fyrir biðlista og sami fjöldi á undirbúningsstigi fyrir ígræðslu nýra frá lifandi gjafa. „Ég gat alveg beðið í mánuð, ég gat beðið í 2 mánuði, ár, 2 ár. Við vitum sögur af því að fólk hefur beðið eftir hjarta í 2 ár. Það er bara happdrætti." 80-90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri eftir andlát sitt en þó neita aðstandendur líffæragjöf í 40 prósentum tilfella. Þetta þykir Kjartani miður og hvetur hann landsmenn til að ræða málið. „Ef þú segir þínum nánustu að þú vilt láta nýta líffæri úr þér eftir þinn dag, ef til þess kæmi að þú deyrð ótímabærum dauða, þá er svo ofsalega mikið hægt að gera fyrir þá sem eru ofsalega veikir í dag. Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?" spyr hann að lokum.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira