Erlent

Assange skilgreindur sem óvinur bandaríska ríkisins

Bandaríski herinn hefur skilgreint Julian Assange og Wikileaks sem óvini bandaríska ríkisins. Þar með hefur Assange fengið sömu stöðu í Bandaríkjunum og al kaída og Talibanar.

Þetta kemur fram í leyniskjölum frá leyniþjónustu flughersins sem nýlega voru gerð opinber í krafti upplýsingalöggjafar Bandaríkjanna.

Þetta þýðir að allt það starfslið og hermenn bandaríska hersins sem hafa samband við Assange eða Wikileaks eiga á hættu að verða kærðir fyrir samstarf við óvininn en slíkt getur haft dauðarefsingu í för með sér samkvæmt herlögum í Bandaríkjunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.