Erlent

Assange skilgreindur sem óvinur bandaríska ríkisins

Bandaríski herinn hefur skilgreint Julian Assange og Wikileaks sem óvini bandaríska ríkisins. Þar með hefur Assange fengið sömu stöðu í Bandaríkjunum og al kaída og Talibanar.Þetta kemur fram í leyniskjölum frá leyniþjónustu flughersins sem nýlega voru gerð opinber í krafti upplýsingalöggjafar Bandaríkjanna.Þetta þýðir að allt það starfslið og hermenn bandaríska hersins sem hafa samband við Assange eða Wikileaks eiga á hættu að verða kærðir fyrir samstarf við óvininn en slíkt getur haft dauðarefsingu í för með sér samkvæmt herlögum í Bandaríkjunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.