Innlent

Rafmagn komið á á Akureyri

„Við náðum að koma aðallínunni inn til Akureyrar til fyrir skömmu. Rafmagnið er því komið á þar, sem og á Eyjafjarðarsvæðinu. Kópasker er þó enn rafmagnslaust því eina línan sem þangað liggur er skemmd. Við erum að fara í það að laga hana núna," segir Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti.

Rafmagnslaust hefur verið frá Blönduósi og Akureyri frá því klukkan fjögur í dag. Mikið óveður hefur verið á svæðinu í allan dag. Búist er við að það lægi með kvöldinu og í nótt.


Tengdar fréttir

Allt Norðurland án rafmagns

"Það er mjög óvenjulegt, sérstaklega svona í seinni tíð að svona stór hluti af landinu verði rafmagnslaus vegna veðurs,“ segir Guðlaugur Sigurgeirsson, rafmagnsverkfræðingur og deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti. Rafmagnslaust er nánast á öllu Norðurlandi, frá Blönduósi og að Kópaskeri, og þá er stórhluti Austurlands keyrði áfram á varaafli.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×