Innlent

Almannavarnir: Ekki miklar líkur á flóðbylgju

Kort af skjálftanum
Kort af skjálftanum
„Það eru tiltölulega litlar líkur á því að það verði flóðbylgja af þessu, það geta orðið smávægilegar flóðbylgjur, sem eru þá bara einhverjir sentimetrar að hæð," segir Ágúst Gunnar Gylfason, verkefnastjóri hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Tveir stórir jarðskjálftar urðu við Jan Mayen rétt fyrir klukkan tvö í dag. Annar mældist 6,6 stig að stærð og hinn 5,5 stig.

Ágúst Gunnar segir að það sem skipti miklu máli að skoða við hvaða aðstæður svona skjálfti verður. „Þessi skjálfti verður á misgengi sem er við Mið-Atlantsahafshrygginn. Skjálftar sem þessir verða vegna gliðnunar - hryggurinn að hliðrast til. Þá eru plöturnar að nuddast saman, önnur platan er að renna til hægri en hin til vinstri.

Þessir skjálftar sem eru að valda flóðbylgjum, eru fyrst og fremst vegna þess að einn fleki í jarðskorpinn er að ganga undir annan fleka. Þá brettist upp á þann sem er ofan á. Svo þegar búið er að byggjast upp nægileg spenna þá lyftist hann, og þannig verður flóðbylgjan til.

„Þarna eru þessir flekar að renna hvor framhjá öðrum í sama plani, það verður engin lyfting. Þannig það eru tiltölulega litlar líkur að það verður flóðbylgjur af þessu, það geta orðið smávægilegar flóðbylgjur, sem eru einhverjir sentimetrar á hæð," segir Ágúst Gunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×