Innlent

Ók inn um dyrnar að Veiðihorninu

BBI skrifar
Roskinn ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók nánast inn í verslunina Veiðihornið í Síðumúla í dag. Til allrar hamingju meiddist enginn en töluverðar skemmdir urðu bæði á búðinni og bílnum.

„Okkur brá auðvitað töluvert. En til allrar hamingju meiddist enginn," segir starfsmaður verslunarinnar.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig óhappið atvikaðist en samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti var sem ökumaðurinn hefði ætlað að bakka, sett bílinn í vitlausan gír og ekki tekið eftir því fyrr en hann var kominn inn um dyrnar.

Óhappið varð upp úr hádegi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×