Bænastarf múslima í Ýmishúsinu hefst um helgina Karen Kjartansdóttir skrifar 30. ágúst 2012 18:30 Á laugardaginn fær svokallað Ýmishús við Skógarhlíð nýtt hlutverk og verður bænahús múslíma. Allir múslímar landsins auk þeirra sem eru áhugasamir um menningu Íslam eiga að verða velkomnir þanngað. Auk þess verður Menningarsetur múslíma á Íslandi með aðstöðu þar en forsvarsmenn þess klofnuðu fyrir um tveimur árum frá Félagi múslíma þar sem þáverandi formanni félagsins þótti trúarhugmyndir þeirra ekki falla að íslensku samfélagi og of öfgafullar. Húsið var selt á um 270 milljónir en fjárfestarnir sem standa að kaupunum á Ýmishúsinu verið gagnrýndir í norrænum miðlum fyrir að þiggja fjárstyrki frá Saudí-Arabíu og jafnvel verið bendlaðir við hryðjuverkasamtök. Þá hefur barnastarf samtakanna í Svíþjóð verið gagnrýnt meðal annars fyrir hómófóbíu. Hópurinn var þó hinn vinalegasti þegar fréttamaður hitti þá fyrir í dag, þótt talsmaður þeirra bæðist undan því að taka í hönd hans vegna hefða. það skal þó tekið fram að fréttamanni þótti lítið mál að koma til móts við það. „Ég er hér á Íslandi til að breiða út boðskap minn sem er skilningur, kærleikur og friður. Hér á Íslandi hef ég kynnst miklum kærleik og friði og skilningi. Ég vil að þetta verði fyrsta moskan í höfuðborginni Reykjavík. Þetta verður samkomustaður fyrir alla múslíma á Íslandi, öll samtök eru velkomin á þennan stað, jafnvel þótt það séu ekki samtök múslíma," segir Hussein al Aldaoudi, formaður íslamskra fjárfesta á Íslandi. Aldaoudi hefur einnig hitt biskup Íslands fyrir og vill frið milli ólíkra trúarhópa. „Í morgun hitti ég forsvarsmenn kirkjunnar og biskupinn. Ég átti fund með henni og við munum vinna með kirkjunni að betra samfélagi, að öryggi, samþættingu og skilningi og að halda uppi samræðum." En hverju svarar hann þeirri gagrnýni sem til dæmis hefur birst í sænskum fjölmiðlum? „Áætlanir mínar snúast um að byggja upp nútímalegan stað, að sýna hlutlaust og íslenskt íslam, að stuðla að íslenskri, heildstæðri menningu, íslam sem hæfir samfélaginu,að við tilbiðjum guð okkar, biðjum fimm sinnum á dag og föstum með meðbræðrum okkar. Boðskapur minn til þeirra sem hafa efasemdir um mig er að ég vil bara þjóna samfélaginu, annað ekki," segir Aldaoudi. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Á laugardaginn fær svokallað Ýmishús við Skógarhlíð nýtt hlutverk og verður bænahús múslíma. Allir múslímar landsins auk þeirra sem eru áhugasamir um menningu Íslam eiga að verða velkomnir þanngað. Auk þess verður Menningarsetur múslíma á Íslandi með aðstöðu þar en forsvarsmenn þess klofnuðu fyrir um tveimur árum frá Félagi múslíma þar sem þáverandi formanni félagsins þótti trúarhugmyndir þeirra ekki falla að íslensku samfélagi og of öfgafullar. Húsið var selt á um 270 milljónir en fjárfestarnir sem standa að kaupunum á Ýmishúsinu verið gagnrýndir í norrænum miðlum fyrir að þiggja fjárstyrki frá Saudí-Arabíu og jafnvel verið bendlaðir við hryðjuverkasamtök. Þá hefur barnastarf samtakanna í Svíþjóð verið gagnrýnt meðal annars fyrir hómófóbíu. Hópurinn var þó hinn vinalegasti þegar fréttamaður hitti þá fyrir í dag, þótt talsmaður þeirra bæðist undan því að taka í hönd hans vegna hefða. það skal þó tekið fram að fréttamanni þótti lítið mál að koma til móts við það. „Ég er hér á Íslandi til að breiða út boðskap minn sem er skilningur, kærleikur og friður. Hér á Íslandi hef ég kynnst miklum kærleik og friði og skilningi. Ég vil að þetta verði fyrsta moskan í höfuðborginni Reykjavík. Þetta verður samkomustaður fyrir alla múslíma á Íslandi, öll samtök eru velkomin á þennan stað, jafnvel þótt það séu ekki samtök múslíma," segir Hussein al Aldaoudi, formaður íslamskra fjárfesta á Íslandi. Aldaoudi hefur einnig hitt biskup Íslands fyrir og vill frið milli ólíkra trúarhópa. „Í morgun hitti ég forsvarsmenn kirkjunnar og biskupinn. Ég átti fund með henni og við munum vinna með kirkjunni að betra samfélagi, að öryggi, samþættingu og skilningi og að halda uppi samræðum." En hverju svarar hann þeirri gagrnýni sem til dæmis hefur birst í sænskum fjölmiðlum? „Áætlanir mínar snúast um að byggja upp nútímalegan stað, að sýna hlutlaust og íslenskt íslam, að stuðla að íslenskri, heildstæðri menningu, íslam sem hæfir samfélaginu,að við tilbiðjum guð okkar, biðjum fimm sinnum á dag og föstum með meðbræðrum okkar. Boðskapur minn til þeirra sem hafa efasemdir um mig er að ég vil bara þjóna samfélaginu, annað ekki," segir Aldaoudi.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent