Bænastarf múslima í Ýmishúsinu hefst um helgina Karen Kjartansdóttir skrifar 30. ágúst 2012 18:30 Á laugardaginn fær svokallað Ýmishús við Skógarhlíð nýtt hlutverk og verður bænahús múslíma. Allir múslímar landsins auk þeirra sem eru áhugasamir um menningu Íslam eiga að verða velkomnir þanngað. Auk þess verður Menningarsetur múslíma á Íslandi með aðstöðu þar en forsvarsmenn þess klofnuðu fyrir um tveimur árum frá Félagi múslíma þar sem þáverandi formanni félagsins þótti trúarhugmyndir þeirra ekki falla að íslensku samfélagi og of öfgafullar. Húsið var selt á um 270 milljónir en fjárfestarnir sem standa að kaupunum á Ýmishúsinu verið gagnrýndir í norrænum miðlum fyrir að þiggja fjárstyrki frá Saudí-Arabíu og jafnvel verið bendlaðir við hryðjuverkasamtök. Þá hefur barnastarf samtakanna í Svíþjóð verið gagnrýnt meðal annars fyrir hómófóbíu. Hópurinn var þó hinn vinalegasti þegar fréttamaður hitti þá fyrir í dag, þótt talsmaður þeirra bæðist undan því að taka í hönd hans vegna hefða. það skal þó tekið fram að fréttamanni þótti lítið mál að koma til móts við það. „Ég er hér á Íslandi til að breiða út boðskap minn sem er skilningur, kærleikur og friður. Hér á Íslandi hef ég kynnst miklum kærleik og friði og skilningi. Ég vil að þetta verði fyrsta moskan í höfuðborginni Reykjavík. Þetta verður samkomustaður fyrir alla múslíma á Íslandi, öll samtök eru velkomin á þennan stað, jafnvel þótt það séu ekki samtök múslíma," segir Hussein al Aldaoudi, formaður íslamskra fjárfesta á Íslandi. Aldaoudi hefur einnig hitt biskup Íslands fyrir og vill frið milli ólíkra trúarhópa. „Í morgun hitti ég forsvarsmenn kirkjunnar og biskupinn. Ég átti fund með henni og við munum vinna með kirkjunni að betra samfélagi, að öryggi, samþættingu og skilningi og að halda uppi samræðum." En hverju svarar hann þeirri gagrnýni sem til dæmis hefur birst í sænskum fjölmiðlum? „Áætlanir mínar snúast um að byggja upp nútímalegan stað, að sýna hlutlaust og íslenskt íslam, að stuðla að íslenskri, heildstæðri menningu, íslam sem hæfir samfélaginu,að við tilbiðjum guð okkar, biðjum fimm sinnum á dag og föstum með meðbræðrum okkar. Boðskapur minn til þeirra sem hafa efasemdir um mig er að ég vil bara þjóna samfélaginu, annað ekki," segir Aldaoudi. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Á laugardaginn fær svokallað Ýmishús við Skógarhlíð nýtt hlutverk og verður bænahús múslíma. Allir múslímar landsins auk þeirra sem eru áhugasamir um menningu Íslam eiga að verða velkomnir þanngað. Auk þess verður Menningarsetur múslíma á Íslandi með aðstöðu þar en forsvarsmenn þess klofnuðu fyrir um tveimur árum frá Félagi múslíma þar sem þáverandi formanni félagsins þótti trúarhugmyndir þeirra ekki falla að íslensku samfélagi og of öfgafullar. Húsið var selt á um 270 milljónir en fjárfestarnir sem standa að kaupunum á Ýmishúsinu verið gagnrýndir í norrænum miðlum fyrir að þiggja fjárstyrki frá Saudí-Arabíu og jafnvel verið bendlaðir við hryðjuverkasamtök. Þá hefur barnastarf samtakanna í Svíþjóð verið gagnrýnt meðal annars fyrir hómófóbíu. Hópurinn var þó hinn vinalegasti þegar fréttamaður hitti þá fyrir í dag, þótt talsmaður þeirra bæðist undan því að taka í hönd hans vegna hefða. það skal þó tekið fram að fréttamanni þótti lítið mál að koma til móts við það. „Ég er hér á Íslandi til að breiða út boðskap minn sem er skilningur, kærleikur og friður. Hér á Íslandi hef ég kynnst miklum kærleik og friði og skilningi. Ég vil að þetta verði fyrsta moskan í höfuðborginni Reykjavík. Þetta verður samkomustaður fyrir alla múslíma á Íslandi, öll samtök eru velkomin á þennan stað, jafnvel þótt það séu ekki samtök múslíma," segir Hussein al Aldaoudi, formaður íslamskra fjárfesta á Íslandi. Aldaoudi hefur einnig hitt biskup Íslands fyrir og vill frið milli ólíkra trúarhópa. „Í morgun hitti ég forsvarsmenn kirkjunnar og biskupinn. Ég átti fund með henni og við munum vinna með kirkjunni að betra samfélagi, að öryggi, samþættingu og skilningi og að halda uppi samræðum." En hverju svarar hann þeirri gagrnýni sem til dæmis hefur birst í sænskum fjölmiðlum? „Áætlanir mínar snúast um að byggja upp nútímalegan stað, að sýna hlutlaust og íslenskt íslam, að stuðla að íslenskri, heildstæðri menningu, íslam sem hæfir samfélaginu,að við tilbiðjum guð okkar, biðjum fimm sinnum á dag og föstum með meðbræðrum okkar. Boðskapur minn til þeirra sem hafa efasemdir um mig er að ég vil bara þjóna samfélaginu, annað ekki," segir Aldaoudi.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira