Bænastarf múslima í Ýmishúsinu hefst um helgina Karen Kjartansdóttir skrifar 30. ágúst 2012 18:30 Á laugardaginn fær svokallað Ýmishús við Skógarhlíð nýtt hlutverk og verður bænahús múslíma. Allir múslímar landsins auk þeirra sem eru áhugasamir um menningu Íslam eiga að verða velkomnir þanngað. Auk þess verður Menningarsetur múslíma á Íslandi með aðstöðu þar en forsvarsmenn þess klofnuðu fyrir um tveimur árum frá Félagi múslíma þar sem þáverandi formanni félagsins þótti trúarhugmyndir þeirra ekki falla að íslensku samfélagi og of öfgafullar. Húsið var selt á um 270 milljónir en fjárfestarnir sem standa að kaupunum á Ýmishúsinu verið gagnrýndir í norrænum miðlum fyrir að þiggja fjárstyrki frá Saudí-Arabíu og jafnvel verið bendlaðir við hryðjuverkasamtök. Þá hefur barnastarf samtakanna í Svíþjóð verið gagnrýnt meðal annars fyrir hómófóbíu. Hópurinn var þó hinn vinalegasti þegar fréttamaður hitti þá fyrir í dag, þótt talsmaður þeirra bæðist undan því að taka í hönd hans vegna hefða. það skal þó tekið fram að fréttamanni þótti lítið mál að koma til móts við það. „Ég er hér á Íslandi til að breiða út boðskap minn sem er skilningur, kærleikur og friður. Hér á Íslandi hef ég kynnst miklum kærleik og friði og skilningi. Ég vil að þetta verði fyrsta moskan í höfuðborginni Reykjavík. Þetta verður samkomustaður fyrir alla múslíma á Íslandi, öll samtök eru velkomin á þennan stað, jafnvel þótt það séu ekki samtök múslíma," segir Hussein al Aldaoudi, formaður íslamskra fjárfesta á Íslandi. Aldaoudi hefur einnig hitt biskup Íslands fyrir og vill frið milli ólíkra trúarhópa. „Í morgun hitti ég forsvarsmenn kirkjunnar og biskupinn. Ég átti fund með henni og við munum vinna með kirkjunni að betra samfélagi, að öryggi, samþættingu og skilningi og að halda uppi samræðum." En hverju svarar hann þeirri gagrnýni sem til dæmis hefur birst í sænskum fjölmiðlum? „Áætlanir mínar snúast um að byggja upp nútímalegan stað, að sýna hlutlaust og íslenskt íslam, að stuðla að íslenskri, heildstæðri menningu, íslam sem hæfir samfélaginu,að við tilbiðjum guð okkar, biðjum fimm sinnum á dag og föstum með meðbræðrum okkar. Boðskapur minn til þeirra sem hafa efasemdir um mig er að ég vil bara þjóna samfélaginu, annað ekki," segir Aldaoudi. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Á laugardaginn fær svokallað Ýmishús við Skógarhlíð nýtt hlutverk og verður bænahús múslíma. Allir múslímar landsins auk þeirra sem eru áhugasamir um menningu Íslam eiga að verða velkomnir þanngað. Auk þess verður Menningarsetur múslíma á Íslandi með aðstöðu þar en forsvarsmenn þess klofnuðu fyrir um tveimur árum frá Félagi múslíma þar sem þáverandi formanni félagsins þótti trúarhugmyndir þeirra ekki falla að íslensku samfélagi og of öfgafullar. Húsið var selt á um 270 milljónir en fjárfestarnir sem standa að kaupunum á Ýmishúsinu verið gagnrýndir í norrænum miðlum fyrir að þiggja fjárstyrki frá Saudí-Arabíu og jafnvel verið bendlaðir við hryðjuverkasamtök. Þá hefur barnastarf samtakanna í Svíþjóð verið gagnrýnt meðal annars fyrir hómófóbíu. Hópurinn var þó hinn vinalegasti þegar fréttamaður hitti þá fyrir í dag, þótt talsmaður þeirra bæðist undan því að taka í hönd hans vegna hefða. það skal þó tekið fram að fréttamanni þótti lítið mál að koma til móts við það. „Ég er hér á Íslandi til að breiða út boðskap minn sem er skilningur, kærleikur og friður. Hér á Íslandi hef ég kynnst miklum kærleik og friði og skilningi. Ég vil að þetta verði fyrsta moskan í höfuðborginni Reykjavík. Þetta verður samkomustaður fyrir alla múslíma á Íslandi, öll samtök eru velkomin á þennan stað, jafnvel þótt það séu ekki samtök múslíma," segir Hussein al Aldaoudi, formaður íslamskra fjárfesta á Íslandi. Aldaoudi hefur einnig hitt biskup Íslands fyrir og vill frið milli ólíkra trúarhópa. „Í morgun hitti ég forsvarsmenn kirkjunnar og biskupinn. Ég átti fund með henni og við munum vinna með kirkjunni að betra samfélagi, að öryggi, samþættingu og skilningi og að halda uppi samræðum." En hverju svarar hann þeirri gagrnýni sem til dæmis hefur birst í sænskum fjölmiðlum? „Áætlanir mínar snúast um að byggja upp nútímalegan stað, að sýna hlutlaust og íslenskt íslam, að stuðla að íslenskri, heildstæðri menningu, íslam sem hæfir samfélaginu,að við tilbiðjum guð okkar, biðjum fimm sinnum á dag og föstum með meðbræðrum okkar. Boðskapur minn til þeirra sem hafa efasemdir um mig er að ég vil bara þjóna samfélaginu, annað ekki," segir Aldaoudi.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels