Bænastarf múslima í Ýmishúsinu hefst um helgina Karen Kjartansdóttir skrifar 30. ágúst 2012 18:30 Á laugardaginn fær svokallað Ýmishús við Skógarhlíð nýtt hlutverk og verður bænahús múslíma. Allir múslímar landsins auk þeirra sem eru áhugasamir um menningu Íslam eiga að verða velkomnir þanngað. Auk þess verður Menningarsetur múslíma á Íslandi með aðstöðu þar en forsvarsmenn þess klofnuðu fyrir um tveimur árum frá Félagi múslíma þar sem þáverandi formanni félagsins þótti trúarhugmyndir þeirra ekki falla að íslensku samfélagi og of öfgafullar. Húsið var selt á um 270 milljónir en fjárfestarnir sem standa að kaupunum á Ýmishúsinu verið gagnrýndir í norrænum miðlum fyrir að þiggja fjárstyrki frá Saudí-Arabíu og jafnvel verið bendlaðir við hryðjuverkasamtök. Þá hefur barnastarf samtakanna í Svíþjóð verið gagnrýnt meðal annars fyrir hómófóbíu. Hópurinn var þó hinn vinalegasti þegar fréttamaður hitti þá fyrir í dag, þótt talsmaður þeirra bæðist undan því að taka í hönd hans vegna hefða. það skal þó tekið fram að fréttamanni þótti lítið mál að koma til móts við það. „Ég er hér á Íslandi til að breiða út boðskap minn sem er skilningur, kærleikur og friður. Hér á Íslandi hef ég kynnst miklum kærleik og friði og skilningi. Ég vil að þetta verði fyrsta moskan í höfuðborginni Reykjavík. Þetta verður samkomustaður fyrir alla múslíma á Íslandi, öll samtök eru velkomin á þennan stað, jafnvel þótt það séu ekki samtök múslíma," segir Hussein al Aldaoudi, formaður íslamskra fjárfesta á Íslandi. Aldaoudi hefur einnig hitt biskup Íslands fyrir og vill frið milli ólíkra trúarhópa. „Í morgun hitti ég forsvarsmenn kirkjunnar og biskupinn. Ég átti fund með henni og við munum vinna með kirkjunni að betra samfélagi, að öryggi, samþættingu og skilningi og að halda uppi samræðum." En hverju svarar hann þeirri gagrnýni sem til dæmis hefur birst í sænskum fjölmiðlum? „Áætlanir mínar snúast um að byggja upp nútímalegan stað, að sýna hlutlaust og íslenskt íslam, að stuðla að íslenskri, heildstæðri menningu, íslam sem hæfir samfélaginu,að við tilbiðjum guð okkar, biðjum fimm sinnum á dag og föstum með meðbræðrum okkar. Boðskapur minn til þeirra sem hafa efasemdir um mig er að ég vil bara þjóna samfélaginu, annað ekki," segir Aldaoudi. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Á laugardaginn fær svokallað Ýmishús við Skógarhlíð nýtt hlutverk og verður bænahús múslíma. Allir múslímar landsins auk þeirra sem eru áhugasamir um menningu Íslam eiga að verða velkomnir þanngað. Auk þess verður Menningarsetur múslíma á Íslandi með aðstöðu þar en forsvarsmenn þess klofnuðu fyrir um tveimur árum frá Félagi múslíma þar sem þáverandi formanni félagsins þótti trúarhugmyndir þeirra ekki falla að íslensku samfélagi og of öfgafullar. Húsið var selt á um 270 milljónir en fjárfestarnir sem standa að kaupunum á Ýmishúsinu verið gagnrýndir í norrænum miðlum fyrir að þiggja fjárstyrki frá Saudí-Arabíu og jafnvel verið bendlaðir við hryðjuverkasamtök. Þá hefur barnastarf samtakanna í Svíþjóð verið gagnrýnt meðal annars fyrir hómófóbíu. Hópurinn var þó hinn vinalegasti þegar fréttamaður hitti þá fyrir í dag, þótt talsmaður þeirra bæðist undan því að taka í hönd hans vegna hefða. það skal þó tekið fram að fréttamanni þótti lítið mál að koma til móts við það. „Ég er hér á Íslandi til að breiða út boðskap minn sem er skilningur, kærleikur og friður. Hér á Íslandi hef ég kynnst miklum kærleik og friði og skilningi. Ég vil að þetta verði fyrsta moskan í höfuðborginni Reykjavík. Þetta verður samkomustaður fyrir alla múslíma á Íslandi, öll samtök eru velkomin á þennan stað, jafnvel þótt það séu ekki samtök múslíma," segir Hussein al Aldaoudi, formaður íslamskra fjárfesta á Íslandi. Aldaoudi hefur einnig hitt biskup Íslands fyrir og vill frið milli ólíkra trúarhópa. „Í morgun hitti ég forsvarsmenn kirkjunnar og biskupinn. Ég átti fund með henni og við munum vinna með kirkjunni að betra samfélagi, að öryggi, samþættingu og skilningi og að halda uppi samræðum." En hverju svarar hann þeirri gagrnýni sem til dæmis hefur birst í sænskum fjölmiðlum? „Áætlanir mínar snúast um að byggja upp nútímalegan stað, að sýna hlutlaust og íslenskt íslam, að stuðla að íslenskri, heildstæðri menningu, íslam sem hæfir samfélaginu,að við tilbiðjum guð okkar, biðjum fimm sinnum á dag og föstum með meðbræðrum okkar. Boðskapur minn til þeirra sem hafa efasemdir um mig er að ég vil bara þjóna samfélaginu, annað ekki," segir Aldaoudi.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira