Innlent

Íslendingum fer fjölgandi í sólkerfinu

Boði Logason skrifar
Sævar Helgi Bragason er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.
Sævar Helgi Bragason er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.
Íslendingum fer fjölgandi í sólkerfinu eftir að gígur á plánetunni Merkúríusi var nefndur eftir íslensku listakonunni Nínu Tryggvadóttur á dögunum.

Örnefnanefnd Alþjóðasambands stjarnvísindamanna samþykkti á dögunum tillögur vísindahóps Messenger geimfars Nasa, um nafngiftir á níu gígum við norðurpól Merkúríusar, innstu reikistjörnu sólkerfisins. Einn þessara gíga var nefndur eftir íslensku myndlistarkonunni Nínu Tryggvadóttur. Sævar Helgi Bragason er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

„Gígar á Merkúríusi eru nefndir eftir listafólki sem hefur lagt margt af mörkum til listarinnar. Og yfirleitt nefndir eftir þeim sem eru frumherjar á sínu sviði. Núna eru þrír gígar sem eru nefndir eftir Íslendingum, Júlíana Sveinsdóttir, textíllistakonu, Snorra Sturlusyni sagnaritaranum og svo aftur núna Nínu Tryggvadóttur," segir hann.

Fleiri gígar á Merkúríusi eru einnig nefndir í höfuðið á listamönnum frá nágrannaþjóðum okkar.

„Til dæmis Ibsen, er á Merkúríusi og er nefndur eftir Henrik Ibsen. Svo eru fleiri gígar til dæmis Síbelíus eftir finnska tónlistarmanninum. Svo erum við gíga eins og Kandinsky listmálara frá Spáni og Tolkien eftir höfundi Hringadróttinssögu, hann er alveg við hliðina á gígnum Tryggvadóttir. Þetta er fólk víða um heim sem fær þann heiður að vera minnsta eilíflega í sólkerfinu. "

Nína, Júlíana og Snorri eru ekki einu íslensku nöfnin í sólkerfinu okkar því á plánetunni Mars fá finna bæjarnöfn sem eru okkur Íslendingum vel kunnug.

„Mývatn, sem er á tunglinu Títanus á Satúrnus. Á Mars eru nokkrir nefndir eftir íslenskum bæjum, það eru Grindvík, Vík eftir Vík í Mýrdal og Reykholti eftir bænum sem Snorri bjó. Svo er gígurinn Leifur Eiríksson líka á Mars," segir hann. „Flestir gígar á Mars eru nefndir bæjum á jörðinni sem hafa færri en 100 þúsund íbúa, þannig að flestir ef ekki allir bæir á Íslandi koma til greina og vonandi fjölgar þeim bara í náinni framtíð."

Hér er hægt að lesa nánar um íslensk örnefni í sólkerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×