Innlent

Noregur minnir Pétur á Ísland 2007

BBI skrifar
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/GVA
Staðan í Noregi nú um mundir er farin að minna þingmanninn Pétur H. Blöndal ískyggilega á Ísland árið 2007. Um þetta skrifar hann á facebook síðu sinni í dag.

„Menn sjá þarna mikla hækkun á vöruverði, mikla hækkun á fasteignaverði, mikla hækkun á leigu, mikla hækkun á launum og rífandi atvinnu," segir hann í samtali við fréttastofu um Noreg, en þetta eru allt þenslumerki. „Þetta er umfram það sem tíðkast í löndunum í kring og því ætti norska krónan að styrkjast. Hún gerir það samt ekki."

Pétur bendir á að Norðmenn hafi olíusjóð sinn til að taka á vandamálinu. „En þeir þurfa að fara mjög varlega með hann. Annars lenda þeir í óðaverðbólgu," segir hann.

Pétur tekur skýrt fram að aðeins hafi verið um hugleiðingar að ræða. „Af því þetta minnir mig á 2007 hér á landi. En við vorum náttúrlega mjög skuldsett. Það eru þeir ekki," segir hann.

Það sem kynti undir hugleiðingar Péturs í dag voru fréttir á rás eitt um hækkandi íbúðaverð í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×