Akureyringar þurfa að spara vatnið Magnús Halldórsson skrifar 10. ágúst 2012 21:28 Akureyringar glíma nú við vatnsskort, mitt í veðurblíðu. Forstjóri Norðurorku segir að íbúar hafi tekið tilmælum fyrirtækisins vel um að fara sparlega með vatn, en sér fram á að staðan batni strax um helgina. Forsvarsmenn Norðurorku beindu þeim tilmælum til viðskiptavina sinna í gær, þ.e. íbúum á Akureyri og nágrenni, að fara sparlega með vatn þar sem hratt gekk á vatnsbyrðir sökum mikilla þurrka og notkunar. Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, segir að ekkert annað hafa komið til greina en að hvetja íbúa til þess að nota kalda vatnið ekki að óþörfu, og íbúar hafi tekið þessum tilmælum vel. „Við náttúrlega fylgjumst með notkuninni alla daga, bæði öflun og notkun. Við höfum tekið eftir því að vatnsbólin hafa gefið eftir lítillega, sem er ekki óeðlilegt í svona tíð. Aftur á móti hefur notkunin aukist mjög mikið, sem fer eflaust saman við þurrka, fólk er að vökva mjög mikið," segir hann. Helgi segir að tölur á mælum Norðurorku hafi sýnt ískyggilega þróun á fimmtudaginn, í mikilli veðurblíðu. „Í gær þá keyrði um þverbak í notkuninni. Hún var orðin 50-60% meiri en við erum vanir að sjá. Svo með allar dælur á fullu áttum við erfitt með að halda lágmörkum í tönkum hjá okkur," segir hann. Helgi segir það vera vissan létti, að nú sé rigning í kortunum eftir helgi, þó margir íbúa á Norðurlandi hafi vafalítið viljað hafa sólina hátt á lofti sem lengst. „Við höfum nú beðið fólk að fara sparlega með vatnið áfram en við erum að sjá rigningu í kortunum í næstu viku. Þannig að ég á von á því að við getum slakað á þessu strax eftir helgina. Eða ég vona það. Það lítur alla vega vel út í dag," segir hann. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Akureyringar glíma nú við vatnsskort, mitt í veðurblíðu. Forstjóri Norðurorku segir að íbúar hafi tekið tilmælum fyrirtækisins vel um að fara sparlega með vatn, en sér fram á að staðan batni strax um helgina. Forsvarsmenn Norðurorku beindu þeim tilmælum til viðskiptavina sinna í gær, þ.e. íbúum á Akureyri og nágrenni, að fara sparlega með vatn þar sem hratt gekk á vatnsbyrðir sökum mikilla þurrka og notkunar. Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, segir að ekkert annað hafa komið til greina en að hvetja íbúa til þess að nota kalda vatnið ekki að óþörfu, og íbúar hafi tekið þessum tilmælum vel. „Við náttúrlega fylgjumst með notkuninni alla daga, bæði öflun og notkun. Við höfum tekið eftir því að vatnsbólin hafa gefið eftir lítillega, sem er ekki óeðlilegt í svona tíð. Aftur á móti hefur notkunin aukist mjög mikið, sem fer eflaust saman við þurrka, fólk er að vökva mjög mikið," segir hann. Helgi segir að tölur á mælum Norðurorku hafi sýnt ískyggilega þróun á fimmtudaginn, í mikilli veðurblíðu. „Í gær þá keyrði um þverbak í notkuninni. Hún var orðin 50-60% meiri en við erum vanir að sjá. Svo með allar dælur á fullu áttum við erfitt með að halda lágmörkum í tönkum hjá okkur," segir hann. Helgi segir það vera vissan létti, að nú sé rigning í kortunum eftir helgi, þó margir íbúa á Norðurlandi hafi vafalítið viljað hafa sólina hátt á lofti sem lengst. „Við höfum nú beðið fólk að fara sparlega með vatnið áfram en við erum að sjá rigningu í kortunum í næstu viku. Þannig að ég á von á því að við getum slakað á þessu strax eftir helgina. Eða ég vona það. Það lítur alla vega vel út í dag," segir hann.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira