Innlent

Ómögulegt að lifa á námslánum - 1.300 kall í mat á dag

BBI skrifar
Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs.
Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs. Mynd/Fréttablaðið
Það er gömul saga og ný að það er ómögulegt fyrir fólk að lifa einungis á námslánum frá Lánasjóði Íslenskra námsmanna. Þetta segir Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs, en í dag birtist frétt á mbl.is um að einstaklingum á námslánum séu ætlaðar 1.321 króna á dag til matar- og drykkjarkaupa.

„Ég held þeir geri alltaf ráð fyrir því að fólk vinni með skóla," segir Sara „Þetta er alltof lág upphæð til að reka heimili. Ég held það geri sér flestir grein fyrir því."

Með nýlegum hækkunum á námslánum fá námsmenn rúmar 140 þúsund krónur á mánuði til framfærslu. Það er vel undir atvinnuleysisbótum og langt undir lágmarkslaunum miðað við tölur Velferðarráðuneytisins og Sara telur blasa við að ekki sé hægt að lifa á lánunum einum saman.

„Auðvitað er það rosalega slæmt," segir Sara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×