Innlent

Átta af tólf vilja endurmeta viðræður um ESB

GS skrifar
Forystumenn VG í Alþingishúsinu.
Forystumenn VG í Alþingishúsinu.
Átta af 12 þingmönnum Vinstri grænna vilja endurmeta viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt könnum sem Morgunblaðið hefur gert um afstöðu þingmanna flokksins til málsins. Eins og fram kom í fréttum um helgina, lýstu tveir ráðherrar flokksins, þær Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir því yfir að endurmeta þyrfti viðræðurnar. Áður hefur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýst andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×